...hmmm

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

...jæja, mér tókst víst að klúðra fyrstu færslunni eins og sannri kerlingu sæmir. Eyddi öllu út óvart! Eins gott að ég náði því ekki að fá að kalla mig tölvunarfræðing!
Við vorum semsagt að koma frá spáni, öll útbitin og brennd. Ég fékk 15 moskítóbit, skar mig í fingurinn og fékk líka háan hita. Bitin mín voru þó ekki eins slæm og bitin hjá Ara og Helgu. Þetta var nú samt voða gaman ...sérstaklega fyrir litlu dýrin okkar :)

Hérna er mynd af Ara, Ynju og Óðni ásamt hinum gáfulega vini sínum, úlfaldanum.
...og svo er hérna ein mynd af mér og Urði litlu dúllu, en hún varð 1. árs núna á mánudaginn 31. júlí.
Mig langar samt líka ógeðslega mikið að setja eina vægast sagt glæsilega mynd sem ég tók af Ara, ég þori því bara ekki alveg ...veit ekki alveg hvort að hann myndi fíla það að hafa svona mynd af sér á netinu. Tek það samt fram að hann er ekki nakinn á myndinni!

...en jæja, komið ágætt í bili :P
Kveðja: Ester

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða, hvaða!
Ester mín, þú veist að við eigum að nota sólarvarnir! :)

Til lukku með síðuna.

6:46 e.h.  
Blogger Ester said...

takk takk esskan! ...ég var nú bara svo rosalega hvít að ég gat eiginlega ekki annað en brunnið :P

8:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ef þetta er nýja síðan þín!!!! hvar var þá gamla síðan??? ég veit að ég er eftirá

12:12 f.h.  
Blogger Ester said...

haha Heidí mín! ...ertu að meina þetta sem ég skrifaði svona 5 sinnum inná árið 2004 :) ...þessi síða er alveg splunku ný! ...reyna svo að fylgjast með ;)

12:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home