...hmmm

föstudagur, ágúst 04, 2006


Nú er það uppeldið! Ég er að basla við að ala upp yngsta grísinn, sem er farin að taka upp á því að neita að láta passa sig og grenjar eins og ljón á nóttunni ef hún ekki fær það sem hún vill. Ég ákvað semsagt að taka á honum stóra mínum og koma í veg fyrir frekara brölt og vesen á nóttunni. Í nótt var semsagt fyrsta nóttin sem greyið upplifiði einhverja uppreisn hjá foreldrum sínum. Ég tók hana ekkert úr rúminu alla nóttina og lagði hana bara niður og gaf henni snudduna á 5 mínútna fresti. Þetta gekk nú betur en ég bjóst við fyrsta lota tók 45 mínútur, sú næsta 15 mínútur og sú þriðja bara engan tíma. Þurfti þá bara að leggja hana 1 sinni niður! Svo er bara að sjá hvernig þetta gengur í nótt, vonandi áttar hún sig á því að það er best að sofa bara alla nóttina :)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel með þetta,
Baráttukveðjur, Rakel

11:46 f.h.  
Blogger Ester said...

Takk takk Rakel mín! ...gaman að sjá að þú kíktir á síðuna mína, vonandi fáum við nú tækifæri til að hittast fljótlega :)

1:23 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Hæ Ester, fin sida. Gott ad geta kikt inn og fylgst med.

10:32 f.h.  
Blogger Ester said...

takk takk Linda :)

11:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home