...hmmm

mánudagur, ágúst 07, 2006

Ég er stödd á Hólmavík hjá mömmu og pabba. Alltaf voða ljúft að vera þar, ég nefni nú bara sem dæmi að ég fór fram og settist við eldhúsborðið í morgun og síðan fyrir einhverja töfra var allt í einu komið ristað brauð og heitt kaffi fyrir framan nefið á mér. Það besta við Hólmavík finnst mér vera: maturinn hennar mömmu, bakkelsið hennar mömmu, kleinurnar hennar ömmu Heiðu og bollurnar hennar ömmu Heiðu ...hmm, búin að skrifa 4 hluti og allt tengist því að borða. Ég hef líka aldrei grennst við það að fara til Hólmavíkur! Enda eru hér haldnar frægar matarveislur, frægastar eru þó ógeðismats veislurnar sem haldnar eru í fjölskyldunni hennar ömmu Heiðu. En meðal þess sem er á boðstólnum þar er grilluð grásleppa, grilluð (óútvötnuð) kæst skata, hákarl og ýmislegt fleira góðgæti ,...nammi namm :D

1 Comments:

Blogger Silja Rut said...

OJ!

9:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home