...hmmm

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Allt í fína héðan frá Hólmavík. Skelltum okkur bara í sund í dag í fínu sundlaugina hérna, fengum svo lummur hjá múttu eftir sundið. Ynja greyið fékk svo rosalega mikinn eyrnaverk eftir sundið að við þurftum að bruna með hana til læknis, þar sem hún var greind með bráðaeyrnabólgu. Ekki meira sund fyrir hana í bili ...bara pensilín og verkjatöflur. Svo er náttúrulega rockstar kvöld í kvöld! Þar sem allir verða sofnaðir hérna ætla ég að laumast yfir til Elsu og Heiðu og horfa með þeim. Svo þurfti ég nú að skella mér í kaupfélagið hérna til að kaupa sokka á Óðinn. Ég gat valið um tvær tegundir: bláa og græna hermannasokka á 289 krónur eða græna hermannasokka á 589 krónur. Fruss!!! Það þurfa allir að nota sokka! Af hverju er ekki hægt að hafa nokkrar tegundir af sokkum? Ég sé í anda að það tínast allir sokkarnir hérna í íþróttatímunum af því að allir krakkarnir eru í eins sokkum ...þetta gengur ekki sko!!!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ester mín það kommenta svo fáir að ég ákvað að senda línu. Ég er farin að æfa stíft fyrir borgarmaraþon Biddu. Þegar þvi er lokið ætla ég að gera eins og þú núna að troða mig út af kleinum og bollum að hætti Ömmu Heiðu og bakkelsi og kræsingum hjá henni mömmu en þangað til verð ég að æfa stíft over and out

5:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég rústa ykkur hvorteðer..! múhaha, og ég þarf sko ekkert að æfa mig!!

12:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

BJÖRK merin þín er feitabolla

10:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home