...hmmm

laugardagur, ágúst 12, 2006

Ætli ég verði ekki að útskýra þetta borgarmaraþon, sem þær systur mínar eru búnar að vera að tala um á commentunum hérna. Það er þannig að ég er byrjuð í smá heilsuátaki, þar sem ég er búin að éta yfir mig af kexi og kleinum! Mamma mín er svo dugleg að hún fer í göngu á hverjum einasta degi og nú er ég farin að fara með henni. Mamma er síðan búin að vera að athuga þolið hjá okkur systrunum, og það gleður mig að segja frá því að ég var í betra formi en mamma hafði búist við, og tafði hana ekkert á leiðinni upp göngustíginn í borgunum hérna, jíííha :D Mamma tók sko tímann á því hvað við vorum lengi. Mamma var svo að segja Heiðdísi í gær að nú ætti hún bara eftir að prófa hana, Heidí er svo mikil keppnismanneskja að hún ætlar sko ekki að tapa!!! ...svo til að upplýsa hvað ég er nú orðin mikil sveitamanneskja, þá er ég að fara að labba með Björk systir út á grundir á eftir að hjálpa henni við að taka niður eitthvað gerði, hún lofaði því samt að ég þyrfti ekki að koma nálægt neinum hestum.
Ég fór út að borða í gær með ma og pa, krökkunum og Björk og Pétri (sem er bæ ðe vei kæróið hennar Bjarkar sys). Ég var svo hrikalega svöng að ég kláraði meira að segja allt af diskinum mínum, dugleg Ester!!! ...og svo voru innbyrgðar nokkrar áfengiseiningar ...kannski svona 5 held ég.
Kveðja úr simple life: Ester

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

það er naumast að þú ættlar að grenna þig... ferð út að borða og klárar allt.. er þetta alveg að ganga hjá þér Ester mín.. ? ;)
HÚN FÉKK SÉR FRANSKA SÚKKULAÐI KÖKU Í DAG!!

7:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home