...hmmm

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Mikið er ég stolt af mér!!! Ég fór borgirnar ein í gær og hljóp alveg slatta af leiðinni, jeminn hvað mér leið eins og hetju. Svo förum við nú bráðum að koma heim, örugglega á þriðjudaginn býst ég við. (upplýsingar svona fyrir þá sem sakna mín ...sem er greinilega ENGINN, þar sem enginn hefur hringt í mig allan tímann sem ég hef verið hérna, nema Ari hringdi einusinni til þess að monta sig eitthvað ...fuss og svei og skamm skamm til vina minna!!!). En jæja, nýjasta orðið hennar Urðar hérna á Hólmavík kemur ekki á óvart, en það er orðið "gumpda" ...sem þýðir prumpa. Ekki amalegt að vera búin að læra það, aðeins ný orðin eins árs, hún sver sig sko í Bæjarættina þessi dama ...ehh :D

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ónemdur aðili sagði mér að það væri leiðinlegt að fara með þér borgirnar því að þér lægi svo mikið á hhhmmmmmmm svo er merin hennar Bjarkar bara feit

10:39 e.h.  
Blogger Ester said...

...hahaha, ég er sko búin að rústa þessu!!!

9:54 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og hverjum er það að kenna að hún er feit ?? hmm...
ESTER BORÐAÐI STÓRA OG FEITA FRANSKA SÚKKULAÐI KÖKU Í DAG!!

7:48 e.h.  
Blogger Ester said...

...þetta hljómar eins og þið séuð að tala um að ég sé feit!!! Súkkulaðikakan var alveg ágæt, og ég geymdi hana bara smá stund í formi fitu framan á maganum á mér þangað til ég hljóp hana af mér núna áðan ...þér tekst sko ekki að koma inn samviskubiti hjá mér :P

10:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home