Aðgerðin gekk alveg rosalega vel hjá Óðni og hann er allur að koma til, en þarf samt að vera frá skólanum í eina viku og hafa sig hægan heima. Við erum öll búin að finna alveg óskaplega mikið til með honum, en hann er voða harður og vill helst bara fá að liggja einn þegar hann finnur mest til.
Það hefur fjölgað aðeins á heimilinu út þennan mánuð, en hún Silja litla ætlar að búa hérna þangað til hún fer á Sauðárkrók. Það fylgdi henni svona sirka 3 tonn af dóti, næstum allt pakkað í litla plastpoka! Óðinn var svo góður að lána Silju frænku herbergið sitt, undir alla plastpokana. Hann fær í staðinn að vera með sjónvarpsholið fyrir herbergi, og við fluttum alla dótakassana og bílateppið þangað.
Skólinn er pínu búinn að vera á hakanum undanfarna daga (mér finnst samt eiginlega ennþá að hann sé ekkert byrjaður) þannig að ég þarf heldur betur að fara að herða mig í lestrinum ef ég ætla að komast í gegnum þetta!
Urður snúlla er farin að labba út um allt, og hún er farin að sýna á sér mjög glysgjarna hlið. Það er allt "díntið" hjá henni núna. Það skemmtilegasta sem hún gerir er að fá að skoða "díntið" og setja spennur í hárið, tösku um hálsinn og eitthvað svona fínerí! (fyrir þá sem ekki skilja barnamál þá er "díntið" það sama og "fíntið" sem er samheiti yfir allt sem talist getur fínt á einhvern hátt).
...þetta er nú hálf glatað blogg hjá mér undanfarið ...ekkert krassandi að gerast hjá mér :P
5 Comments:
Ó, hvað ég hlakka til að sjá öll krúttin mín, þegar ég kem suður eftir 10 daga : D
sömuleiðis:)
(geri fastlega ráð fyrir því að ég sé eitt af krúttunum þínum;))
Yeah right.....
Gott að heyra að aðgerðin heppnaðist vel:)
Skrítið hvað skólinn bítur mann í bakið ef svo má segja. Ég ætlaði svo að chilla í fæðingarorlofinu og var að komast að því að ég þarf að skila tveimur heimaverkefnum um helgina í því sem ég taldi easy-going fjarnámi:) Þyrftum bara að vera nágrannar... Ég hvort eð er heima gæti gætt barna og kots þegar þú færir í skólann... Humm spurning samt hvað Sævar myndi segja
Orðið allt of langt... Knús Lísa
HÆ
Strákarnir byðja að heilsa Óðni. Þetta er ekki að ganga alveg að reyna hittast meira en vanalega, sérstaklega þegar börnunum fjölgar bara. Við gerum bara eins og foreldrar okkar gerðu við okkur, förum til kanarí og hittumst þar eftir nokkur ár. En vonandi næ ég að koma í heimsókn fljótlega, Þá gera stelpurnar punntað sig saman.
Igga
Minni á okkar síðu
Skogaras.blogspot.com
Skrifa ummæli
<< Home