Mamma og Björk kíktu hingað í dag. Ég fór með þeim að versla framhaldsskóla "nauðsynjar" fyrir hana Björk litlu. Mamma dró okkur áfram með sínum ákafa kaupmóð og við óðum búð úr búð að finna góða haustskó og ýmislegt fleira á Björkina. ...ég gekk tuðandi á eftir, þar sem ég mundi nú ekki eftir að slíkur viðbúnaður hefði verið viðhafður þegar ég hóf mína framhaldsskólagöngu. ...ég gat nú samt platað mömmu til að kaupa handa mér snúru í tölvubúðinni, múhahaha :D
Það er samt í alvörunni svolítið spes (en mjög gaman samt) að fara að versla með mömmu, þetta hljómaði svona í mín eyru eins og Björk þyrfti spes skó fyrir hverja byggingu sem hún þyrfti að labba í þegar hún er komin í skólann. hí hí :D
...mamma, ekki láta mig stroka þetta út! Það má nú skrifa smá um þig!!!
Fór svo út að hlaupa um kvöldmatarleitið ....veiiiii!
3 Comments:
það er svoldið strembið að vera dekurrófa fjölskyldunnar og þurfa að horfa á ykkur vesalingana... þið sem aldrei fenguð neitt... ! :)
já og ég er MIÐJUBARNIÐ gleymið ekki því.........
úúúúúúú, thetta er fin afsokun til ad kaupa sko, eg er natturulega ad byrja i skola og thad eru nokkrar byggingar a skolalodinni, hmmm.. hvad ætli eg megi kaupa mer morg por?
Skrifa ummæli
<< Home