...hmmm

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Nú kem ég heim á morgun! Þá byrjar allt vesið, það þarf að fara að kaupa skóladót fyrir krakkana, maður þarf aftur að fara að hugsa um heimilið, Urður er að fara að byrja hjá dagmömmu og svo fer skólinn hjá mér að byrja líka. Það verður gaman að sjá hvort að mér tekst að halda áfram að vera svona dugleg að hreyfa mig eins og ég er búin að vera hérna á Hólmavík ...he hemm :/. Það er samt ekki mikið af skemmtilegum gönguleiðum í Kópavogi, ekki svo ég viti allavegana (kannski ekkert búin að athuga það neitt mikið sko...).

Verst að Silja svikahrappur ætlar að búa á Sauðárkróki fyrir áramót, annars hefði verið hægt að plata hana með sér út í skokk, held allavegana að hún sé voða dugleg við það :)

...ég vildi að ég hefði tekið myndavélina mína með mér. Ég hefði alveg hiklaust skellt inn nokkrum heilsusamlegum hetjumyndum af sjálfri mér.

Systkynin síkátu eru hress, Ynja er búin að tína ber og gera berjasaft og tína fjallagrös og láta ömmu sína gera fjallagrasamjólk. Óðinn er mjög öfgafullur í öllu, hann borðar mest, sefur mest og fastast, hjólar hraðast (...í alvörunni, ég hélt að gamla, litla, bleika hjólið sem hann er á myndi liðast í sundur!), hleypur hraðast og stekkur hæðst. Það er bara endalaus orka í krakkanum. Urður er hress og kát, borðar eins og hestur (...loksins) og svefnrútínan er orðin bara alveg til fyrirmyndar. Hún er annars bara mest í því að fikta og tókst að fóðra mömmu sína á sjampói í morgunn ...það bragðast ekki vel klukkan 7 á morgnanna!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

glæsilegt blogg hjá þér sys..
urður náði bara að klína súkkulaði á nýja bolinn minn.. sem er nú ekkert stórmál miðað við lítinn skæruliða á fjórum fótum.. :D
bið að heilsa littlu englunum og Ara..!
--BJÖRK

12:34 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Ester min, thad er orugglega hellingur af gonguleidum i Kopavogi. Engin afsokun. Thad er allavega godur stigur medfram sjonum hinum megin vid..uh..fjordinn? Og...gangan er miklu heilsusamlegri en skokkid. Basta. Hmmm....reyndar er min samviska heldur ekki hrein, eg verd lika ad fara ad koma mer af stad i gongurnar.

9:06 f.h.  
Blogger Ester said...

Já, ég veit reyndar af þessum gönguleiðum. Mér finnst samt bara miklu skemmtilegra að ganga í svona grýttu landslagi sem er stöðugt að koma manni á óvart :D

11:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home