Ég er svona óþolandi Bónus kerling, sem stoppa allar biðraðir í bónus. Ég var semsagt í bónus með öll börnin mín þrjú. Eitt í kerrunni og hin tvö hangandi utaná. Ég á samt svo vel upp alin börn að það er ekkert mál að fara með þau með sér ;) Mér finnst líka alltaf svo gaman að sjá hvernig þau horfa hneyksluð á krakkana sem eru að öskra og grenja ...múhaha!! Þau mega nú eiga það blessaðir "englarnir" að þau geyma þetta yfirleitt þar til við erum komin heim :D
Eeeeen jæja, þegar maður kemur á kassana í Bónus, og er að kaupa fyriri 10.000 kall (sem er mikið í Bónus, þó svo að þeir sem versla í kaupfélaginu á Hólmavík eigi erfitt með að skilja það), þá finnur maður óneitanlega fyrir því að maður er svolítið að þvælast fyrir öðru fólki þarna. Sem sagt, kerran sem ég er með yngsta grísinn í, og er að hlaða pokunum mínum í, stíflar ganginn, þannig að enginn kemst framhjá manni! Þá fer maður að stressast upp og klúðrar algjörlega röðuninni í pokanna (af því að ég er einmitt svo mikið að pæla í því). ...ég allavegana byrja að svitna og verða óörugg! Eins gott að ekkert fari úrskeiðis, t.d að maður missi nú taco sósuna sem á að vera í kvöldmatinn í gólfið, það er nú alveg efni í gott kvíðakast. Fólk horfandi á mann með svona pirr í augnaráðinu (að sjálfsögðu hvarflar ekki að neinum að hjálpa manni bara).
Allavegana ef þið sjáið mig í bónus, þá er ekki góð hugmynd að vera á eftir mér í röðinni á kassanum. ...ég gleymdi kannski að minnast á það að litlu englarnir hennar mömmu sinnar héngu á hvolfi á svona slá sem er framan við afgreiðslukassann. HVAÐ!!! ...enginn er fullkominn!!
Ég var samt dugleg í dag, fór út að skokka ...jeiiiii :)
1 Comments:
Uff hvad eg skil thig med thetta. Eg verd lika stressud ef eg lendi i svona adstædum. Var einmitt i IKEA um daginn og var med helling af smadoti. Skellti bara ollu i korfuna og færdi mig svo ad næsta kassa (sem var audur) og radadi i rolegheitum
Kvedja Linda
Skrifa ummæli
<< Home