...hmmm

föstudagur, ágúst 18, 2006


Óðinn er alveg maður dagsins í dag. Hann er að fara að byrja í skóla eftir helgina og fór að versla sér skólatösku, hann valdi að sjálfsögðu tösku sem sönnum rokkara sæmir (með keðjum og hauskúpum og svona) og hún var svo dýr að hann þarf að nota hana þar til hann er búinn með 10. bekk ;)

Svo var líka verið að breyta í herberginu hans, maður þarf nú að hafa svolítið "fullorðinslegra" herbergi þegar maður er að fara að byrja í skóla. Það var bara allt málað hvítt, og skellt upp rauðum spiderman gardínum, hillan máluð rauð, keypt nýtt borð í ikea og smávegis fylgihlutir. Það á að vísu eftir að ganga frá gardínunum og hengja upp myndir og svona. En hér gefur að líta alla dýrðina!!! ...ekkert smá flott töffara herbergi, sá stutti líka ekkert smá stoltur. Það gekk svolítið erfiðlega að sofna í gær út af spenningi :D



Allt dótið er undir rúminu, meira pláss til að leika ;) Silja!!! hvenær ætlar þú svo að koma að mála kóngulóarvefinn, Óðinn er alltaf að rukka um það :D

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ester.. ég labbaði upp á sjónvarpshæð í gær !! geturu toppað það ? !

5:03 e.h.  
Blogger Ester said...

jebb, þegar ég verð búin að fara á Esjuna ...múhaha :D Verð nú samt að viðurkenna að ég hef ekki hreyft á mér rassgatið síðan ég kom hérna heim :(

5:08 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Uff, agalega lidur timinn, Odinn ad fara ad byrja i skola. Thad er svo stutt sidan hann var bara pinulitill, lokkaprudur engill.(ekki segja samt segja honum thad, hann er natturulega mesti toffarinn nuna)

9:02 f.h.  
Blogger Silja Rut said...

köngulóavefurinn já, við förum í það saman...þurfum bara nokkra bjóra og sitthvorn pensilinn:)

5:42 e.h.  
Blogger Ester said...

...alltaf til bjór (allavegana þangaðtil hann er búinn) ehh ;)

10:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home