...hmmm

föstudagur, september 08, 2006

Jæja, nú kemur svona hraðayfirlit af fréttum og veðri.

Við vorum að fá að vita að Óðinn á að fara í hálskirtlatöku á föstudaginn, kvíðum auðvitað svolítið fyrir, en þetta á vonandi eftir að létta aðeins svefninn hjá greyinu.

Urður er ennþá í aðlögun hjá dagmömmunni, hún var aftur veik á þriðjudegi og miðvikudegi, eins og í síðustu viku og svo voru veikindi hjá dagmömmunni núna í dag :/ Þannig að hún á örugglega eftir að þurfa að vera aðeins áfram í aðlögun í næstu viku ...ég er nú svolítið farin að bíða eftir að það komist eðlileg rútína á þetta allt saman!

Ég þoli ekki kristinfræðikennslu í skólum, t.d er núna um allt land verið að kenna 6 ára krökkum að guð hafi skapað heiminn ...ég segi nú bara, díses kræst sko...

Verð þá í leiðinni að viðurkenna að ég vona að börnin mín velji að fermast ekki þegar þau eru í 8 bekk, það er fáránlegt að láta 13 - 14 ára börn í þessa stöðu.

Veðrið er vont!

Kaffið mitt er hreint ágætt!

Skapið alveg hreint ágætt!

Námið alveg stórgott, þó ég verði nú að fara að auka lestrarhraðann svolítið!

Peningamál: batnandi! Gunnar Birgisson hefur ákveðið að styrkja okkur skötuhjúin (og reyndar aðra foreldra ungra barna í Kópavogi) um 30 þús. kall á mánuði. Mig langar að taka hann og kyssa hann á búttaðar kinnarnar. Hann óx alveg slatta í áliti hjá mér núna (þó það hafi örugglega verið Ómar greyið sem fann upp á þessu ..hehe). Já ...það er gott að búa í Kópavogi :D

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú og þín kristinfræði !!
ég man hvað ég var pirruð á þér þegar þú varst að spurja mig út í þetta þegar ég var 14.. mér langaði bara að femast eins og allir.. !
en ég meina.. þú skírðir börnin þín inn í þessa trú.. og er þá ekki rétt að þau staðfesti trúnna með fermingu ??
bara pæling.. !

6:46 e.h.  
Blogger Ester said...

Auðvitað ættu þeir sem ætla að verða kristnir að staðfesta trúna sína, en ekki þegar þeir eru 14 ára. Á þeim aldri er maður mest áhrifagjarn og veit þar að auki ekkert um önnur trúarbrögð, né hvaða kostir fylgja því hreinlega að vera trúlaus. Ég var mjög efins hvort að ég ætti að skíra Urði á sínum tíma og sést það best á nafnavalinu hversu alvarlega ég tek það! Það fer bara í taugarnar á mér að það sé verið að troða svona vitleysu inn á saklaus börn! Trúarbragðafræði er málið!

7:14 e.h.  
Blogger the honeybee said...

En fara thau ekki i truabragdafrædi, eg meina læra thau ekki um islam, buddha og gydingatru og allt saman? Finnst thad bara rokrett, serstaklega thar sem thetta er bara ekki lengur thannig ad allir geri bara thad sama og allir hinir.

9:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ester Ester!!!
en afhverju ert þú ekki búin að segja þig úr kirkjunni????????
nafnaval.. Presturinn okkar hér er ung kona og sonur hennar heitir Freyr og ekki er það uppúr guðsspallabókinni..... mér finnst að ef maður er trúleysingi eða einhvað að þá eigi maður ekki að skýra börnin sín heldur leifa þeim að ákveða það sjálf seinna meir hvort þau vilji þetta sjálf... ps ætla ekki að koma af stað einhverri heitri umræðu ég er kristinnartrúar

1:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

can I hear halelúja !! "HAALELÚÚJA"

6:28 e.h.  
Blogger Ester said...

Það er einmitt málið! Mér finnst að þau eigi að velja þetta sjálf, bara ekki þegar þau eru 14 ára! ...og nei Linda, því miður er ekki kennd trúarbragðafræði hérna heldur bara kristinfræði. Mér finnst að það þyrfti virkilega að endurskoða námsskránna. Það er bara orðið mjög mikilvægt, ekki síst vegna aðstæðna í heiminum í dag.

7:53 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Eg held ad thad hljoti nu samt ad vera talad um thad i namsskranni ad bornin eigi ad læra um onnur truarbrogd. Svo er thad natturulega kennarinn sem akvedur hvada aherslur hann hefur i kennslunni.

Grunnskolanamskrain i tonmennt er t.d. otrulega vidfedm og ekki nokkur moguleiki ad hægt se ad komast yfir thad allt saman. Thannig ad thad væri audveldlega hægt ad hafa 20 kennara sem allir væru ad kenna eftir namskranni, tho svo ad vidfangsefnin og namsefnid væri ekki thad sama.

Uhh....kannski komin svolitid langt fra umræduefninu, en thad sem eg er ad reyna ad segja (i longu mali) er ad kennarinn hans Odins hefur kannski valid (eda skolinn) ad aherslan eigi ad vera a kristinfrædi. Man ekki betur en ad Atli brodir hafi lært truabragdafrædi i grunnskola.

Svo er bara spurning um ad thu endurmenntir (eda ummenntir) thau heima.

8:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home