...hmmm

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Urður greyið náði einum degi í aðlögun hjá dagmömmunni áður en hún var orðin veik ...ble hvað þetta byrjar vel hjá okkur :´(

Þýðir víst lítið að grenja yfir því. Sem betur fer er mottóið mitt: "þetta reddast" víhaaa :D

Skólinn byrjar svo eftir helgi, og ég er bara farin að hlakka alveg asskoti mikið til. Alltaf gaman að byrja í nýjum kúrsum og kaupa nýjar bækur! Þegar maður er búin að vera að hanga svona heima er bara fínt að komast aðeins aftur í smá fjör. Það verður örugglega nóg að gera í vetur, þar sem ég verð í rétt rúmlega fullu námi og bara með pössun til klukkan 2 og þarf svo að hjálpa tveim börnum að læra heima, svo þetta dót, þið vitið ...þrífa, kaupa inn, elda (sem ég geri STUNDUM), eiga sér smávegis líf svona inn á milli... Allir saman nú: "ÞETTA REEEEEDDAST". Ég lofa því gestum og gangandi ekki að það verði alltaf hreint og fínt hjá mér, eins og venjulega ...ehh :P, en það verður örugglega alltaf kaffi á könnunni auk þess sem hægt verður að fá fría sálgreiningu og kex (...kannski bara mjólkurkex eða tekex, ef þið eruð heppin, ritzkex).

Visa reikningurinn minn er yfir 250.000 um þessi mánaðamót...

...já, ég held að mottóið mitt sé það besta í heimi!!! :D

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

TVÖ HUNDRUÐ OG FIMMTÍUÞÚSUND vá hvað varst þú að bruðla í eiginlega??? annars kann ég ekki á visa kort :)

6:43 e.h.  
Blogger Ester said...

Ekki hafa áhyggjur af visareikningnum Heidí mín! Hann verður borgaður í dag (með yfirdrætti of course) ...hehe :D Ég held að ég hafi aðallega verið að bruðla í mat og vín ...greinilega alveg hræðilegt verðlag þarna á spáni ;)

12:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home