...hmmm

föstudagur, ágúst 25, 2006







Allt í gangi núna! Krakkarnir eru bæði byrjuð í skólanum og gengur bara alveg rosalega vel. Óðni finnst svo gaman í skólanum og dægradvölinni að hann vill helst ekkert koma heim. Svo er hann svo óheppinn að hann á mömmu sem er ekkert að vinna, þannig að hann er bara í dægradvölinni til kl. 3, en flestir bekkjarfélagar hans eru lengur. Það var því ósköp dapurlegt að sjá litla gaurinn koma labbandi heim með töskuna sína og tárin í augunum yfir því að missa af kaffitímanum í dægradvölinni.

Urður byrjaði að labba á þriðjudaginn!! ...jeii Við vorum í heimsókn hjá kunningjakonu minni, og hún spyr mig hvort Urður sé farin að ganga. Ég bara hristi hausinn og sagði að hún væri bara pínu gunga, væri búin að labba meðfram alveg heillengi en virtist ekkert ætla að fara að labba ein og óstudd. ...svo nokkrum mínútum síðar, kemur Urður bara labbandi, eins og hún hafi alveg kunnað þetta allan tímann! ...þetta leit svona út eins og ég vissi ekki að barnið mitt væri farið að labba. Vanræksla á hæsta stigi :D

Það gerist annars fátt spennandi hjá mér prívat og persónulega þessa dagana. Er bara eins og hver önnur húsmóðir að druslast eitthvað heima hjá mér. Ég var nú samt næstumþví búin að taka á móti barni á miðvikudaginn. Lísa vinkona mín var að eignast lítinn strák og það munaði nú ekki miklu að hann hefði fæðst í forstofunni heima hjá sér. Pínulítill snúlli, bara 11 merkur, af því að hann þurfti svo mikið að flýta sér að koma í heiminn of snemma.

Ég er rosa spennt að sjá hvað verður um fötin sem ég fór með til hennar Silju saumasnillings. Það er alveg rosalega gott að eiga hana Silju, þegar mann langar í ný föt en hefur ekki alveg efni á að kaupa þau. Hlakka rosalega mikið til að sjá endurfæðingu gamla Zeppelin bolsins míns ...Go Silja go... :D

4 Comments:

Blogger Silja Rut said...

heyrðu ú ok má ég ráða semsagt?
var eimmitt rétt áðan að máta hann og komin með ágætis hugmynd sem ég ætlaði að nefna við þig...hélt að við ætluðum að vinna úr þessu svona í sameiningu;)

en ok, æm on it!

2:14 e.h.  
Blogger Silja Rut said...

...og vá hvað þau eru falleeeeg þessi börn ykkar...ef óðinn væri ekki með þessa nýtísku skólatösku væri hann eins og klipptur út úr..eh, einhverntímann í gamladaga:)

2:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott hjá Urði...gunga hvað? mikið á ég falleg og klár barnabörn:)

12:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nafnið mitt kom ekki inn áðan, svo ég skrifa það undir líka núna...:D
amma Helga

12:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home