Algjör klúðurs dagur í dag. Ég er búin að vera eitt gangandi stórslys í dag og ætti helst að vera uppi í rúmi með hjálm. Ekki allavegana biðja mig um aðstoð við neitt í dag, því ég mun pottþétt klúðra því einhvernveginn. Ég er með saumó í kvöld og bjó til kökubotna sem ég hef oft búið til áður og þeir m0lnuðu gjörsamleg niður í öreindir þegar ég ætlaði að taka þá úr mótinu.
Nú jæja ...eitt klúður, hvað er það svosem.
Heyrðu, svo ætlar fröken fjölhæf að gera marga hluti í einu, rista haustkex á pönnu ...og læra svolítið í leiðinni (gáfulegt Ester ...mjöööög gáfulegt). Ég lærði aðeins of mikið ...lærði tildæmis að það kemur MJÖG mikill reykur þegar haustkex brennur á pönnu. Ég flúði út til að fá ekki reykeitrun og fékk kaffi og áfallahjálp hjá nágranna mínum. ...afhverju ég fann ekki lyktina strax er óútskýranlegt!!
...auk þess búin að: brjóta einn bolla, hella niður kaffi, hella niður gamalli sósu úr ísskápnum (ætlaði að rýma aðeins til í ísskápnum), ég þurfti að fara í 4 búðir til að finna Kiwi í eina kökuna ...hvergi til kiwi, greinilega ekki sá tími ársins :P, ég er búin að reka höfuðið tvisvar í skápa, hella vatni á peysuna mína, missa desilítramál með flórsykri í ...þegar ég ætlaði svo að skrifa um ófarir mínar, var bloggið bilað.
1 Comments:
Spurning um að halda sig bara í rúminu á svona dögum. Vona bara að það gangi allt í haginn á morgun
Skrifa ummæli
<< Home