...hmmm

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Koltvísýringur í andrúmsloftinu hefur aldrei áður verið meiri en nú ...vinsamlegast hættið (þið sem vitið upp á ykkur sökina) að hita upp bílinn ykkar á morgnanna og skilja hann eftir í gangi meðan þið hlaupið í búðina og svona.

Það er skárra að vera kalt í 5 mínútur, en að valda því að barnabörnin ykkar eigi eftir að deyja í flóðum og náttúruhamförum.

...og þeir sem halda að þetta sé kaldhæðni eða djók, þá er það vitlaust hjá ykkur! ...og hana nú!!!

7 Comments:

Blogger the honeybee said...

Já og kannski bara ganga eða hjóla í vinnuna, eða úhhh.....taka strætó, já og hætta að kaupa allskonar drasl sem er framleitt í Kína og Farawei, og flutt þúsundir kílómetra með flugvélum, skipum og vörubílum, bara svo hægt sé að kaupa það á spottprís í Bónus, Tiger eða Hagkaupum. Já og kannski líka að hætta að byggja hús úr steinsteypu...já..og..og...

7:33 e.h.  
Blogger Ester said...

Já, það er ýmislegt sem fólk mætti huga betur að ...og ýmislegt sem maður er sekur um sjálfur (t.d að kaupa ódýrt drasl og búa í steinhúsi). En batnandi manni er best að lifa og einhversstaðar verður að byrja, ég er nú til dæmis orðin ansi dugleg að endurvinna, þökk sé m.a. þér og tilvonandi formanni vinstri grænna sem býr hér á heimilinu :) ...svo er líka margt sem er slæmt fyrir umhverfið en fæstir gera sér grein fyrir, eins og t.d að eiga flatskjá :P

10:08 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Hver er formadurinn? Er thad Ynja?

Og ja thad er ansi margt slæmt fyrir umhverfid, og oft veit madur ekki betur, eda hefur einfaldlega ekki val.

10:37 f.h.  
Blogger Ester said...

haha já ...það er víst hún Ynja mín :D

11:55 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Drap á díselbílnum mínum áðan fyrir utan KSH, veit ekki hvort það var útaf umhverfisverndarblogginu þínu, eða til að honum yrði ekki stolið !
Kv. móðir þín óumhverfisvæna

6:26 e.h.  
Blogger Ester said...

sko mömmu!Ef maður fær bara einn til að drepa á bílnum, þá borgar það sig að prédika svolítið ;)

6:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Á mínu heimili hefur aldrei mælst meira metangas en núna og þjáist ég af alvarlegri metangas eitrun, en það liggur fyrir að kaupa metangas bíl á heimilið og þá ættuð þið að passa ykkur því hann verður hraðskreiður og öflugur ef fjölskyldumetangasið hefur einhvað um það að segja.

10:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home