Búin að breyta baðherberginu fyrir fimmðúskall og það tók bara 5 mínútur!
Hvað ætti ég svo að taka næst? Mig langar held ég svolítið að fara að klára ganginn, þ.e rífa teppið úr stiganum og setja steinteppi, sem er víst það sem við teljum heppilegast í dag. ...eeen það felur víst í sér að ég þarf hjálp frá Ara, þannig að það gæææti dregist á langinn. Ég næ nú samt oft að pína hann í að gera eitthvað, þegar ég hef í minni fljótfærni farið og keypt eitthvað og bara byrjað! Hann treystir mér nefnilega ekki alveg fyrir að gera hlutina RÉTT sko... Hann getur allavegana bókað það að einhvern daginn þegar hann kemur heim úr vinnunni er bara *úps* teppið farið af stiganum og komið fullt af einhverju "steinteppisefni" sem bíður eftir því að stökkva á gólfið ...hehe :D
...og já ekki hafa áhyggjur, ég held að Ari lesi ekki einusinni bloggið mitt. Og ef hann skyldi nú slysast til þess, þá hlýtur hann nú að skilja eftir komment ;)
Kveðja: Ester -sem er alveg með eindæmum hress þessa stundina-
5 Comments:
Áfram Ester Áfram !
Kv Mamma
Jæja góða, svo þú heldur að þú getir
stjórnað mér með einhverjum lymskubrögðum, HA!!
úps. Gripin!! ...lítur víst út fyrir að hann lesi bloggið mitt eftir alltsaman ...ehh :P
hah!
jæja ari, hvað er þá til bragðs að taka?
*halda kúlinu og "það segir mér sko enginn fyrir verkum" attitúdinu, og taka sénsinn á að frúin klúðri þessu...
eða
*láta sig hafa það að koma þessu í verk og láta alla sjá að miss ester hefur lúmskt tangarhald á þér...
múhoho...:)
Þetta verður spennandi ha, ha ...
Skrifa ummæli
<< Home