...hmmm

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Jólin, jólin, jólin koma brátt... jú, víst! Jólin eru víst að koma bráðum, og ég er sko búin að kaupa jólapappír, 7 og hálfa jólagjöf, og smá jólaskraut. Mér finnst jólin alltaf svo skemmtileg og er bara farin að hlakka til alls jólastússins. Ég hefði nú samt ekkert á móti því að fá einhvern til að gera jólahreingerninguna fyrir mig, þar sem ég er í prófum til 21. desember. ...sjálfboðaliðar ...einhver??

Hérna er mynd af Urði og kettinum í litlu dúkkurúmi sem er gjörsamlega búið að liðast í sundur, af því að þær eru alltaf að leika sér ofan í því, og rífast svo í þokkabót og reyna að bola hvor annarri úr rúminu. Þær eru svei mér þá nánast eins og systur!

Svo er hún Ynja mín svo dásamlega dugleg barnapía, leikur við systir sína og les fyrir hana, þó hún verði stundum þreytt á því að sú litla komi í herbergið hennar að tæta allt upp úr skúffunum. Hún er á alveg mesta tætualdri í heimi ...ég skil ekki hvernig sumir ná að halda öllu tipp topp með barn á þessum aldri, ekki get ég það allavegana.

Vantar ekki einhvern þarna úti góðan rafmagnsgítar?? Ari vill selja einn af sínum sem er Fender Telecaster special edition, rosa flottur og góður gítar. Og fyrir þá sem vantar að gefa gítar í jólagjöf, þá er miklu betra að gefa góðan notaðan gítar, en að kaupa einvhern drasl nýjan sem er ódýr. ...og hér er mynd af dýrgripnum!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

krúttin littlu ;* en ég get örugglega reddað einhverjum til að kaupa þennan gítar ! ;) sjáumst á næstu eða þarnæstu helgi ! :)

12:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já jólin nálgast óðfluga, ég er sko líka farin að huga að jólunum, búin að kaupa nokkrar jólagjafir og fór út í skúr í gær til að finna jólageisladiskana en ákvað svo eftir nánari umhugsun að spila þá ekki alveg strax, bíða kannski eftir 1. des :)

4:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já jólin eru eftir 41 dag og ég hef keypt 0 jólagjafir en vonandi bæti ég úr því von bráðar

6:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home