...hmmm

mánudagur, febrúar 12, 2007

Hvernig er hægt að detta á tvö borðhorn í einu, þó það sé ágætis bil á milli þeirra?

Hvernig er hægt að detta þó maður standi kyrr, mörgum sinnum á dag?

Hvernig er hægt að lenda í tveim varaslysum sama daginn, fyrst ná sér í smá bólgu á efri vör ...og svo á þá neðri?

...ég get því miður ekki svarað þessum spurningum sjálf, og hvað þá að vesalings Óðinn, sem er sá sem lendir í öllum þessum slysum. Hann er núna með 5 andlitsáverka. Á kinnbeininu og enninu eftir að hafa dottið á tvö borðhorn í skólanum. Á gagnauganu eftir að eitthvað dót sem einhver krakki henti upp í loftið innan um fjöldamörg börn, sogaðist á einhvern óútskýranlegan hátt akkúrat beint í höfuðið á Óðni. Á efri vörinni eftir að sami krakki henti þotu til hliðar sem sogaðist á hinn áðurnefnda óútskýranlega hátt beint í átt að andlitinu á Óðni. ...og að lokum... ég veit ekki einusinni hvernig ég á að útskýra þetta ...stórskaddaður á neðri vör, eftir að hafa á einhvern óskiljanlega, ótrúlega, furðulega óheppilegan hátt, tekist að festa buxnakeðju alveg pikkfasta í neðri vörina á sér. Hann útskýrði þetta þannig, að hann setti keðjuna upp í sig, rak tönnina óvart í lásinn, þannig að lásinn opnaðist og klemmdist bara alveg utanum utanverða vörina. Bólgin vör og klemmdur, blár og marður "varaflipi" sem stendur eins og varta út í loftið.

...og þetta gerðist þegar hann var að fara að sofa, lá einn inni í rúmi að dunda sér drengurinn!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æi greyið litla:( Vonandi tók hann bara út hrakföll ársins í gær. Gangi þér vel í prófinu Ester mín og að ljúka við ritgerðina.

Kv. Lísa

10:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann er alveg einstakur hann Óðinn, þvílíkur hrakfallabálkur æ,æ...

4:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home