Ég er mjög oft að læra inni í bókhlöðunni, sem er bókasafn Háskólans. Þar inni er alltaf mjög hljótt og öll minnstu hljóð geta valdið miklum usla og illum augnaráðum. Ekki besti staðurinn til að losa sig við óæskilegt ristilgas á. Það var nú samt einmitt það gerðist í gær þegar einhver missti óvart frá sér kröftugt prump! Hið ótrúlega var að enginn leit upp, heldur létu allir eins og ekkert hefði í skorist og héldu áfram með lesturinn í þrúgandi þögninni sem fylgdi í kjölfarið.
Aftur mætti ég á hlöðuna í morgun, og þá gerðist svolítið ótrúlegt. Þessi prump-atburður í gær, virðist hafa komið af stað einhverri prump-bylgju innan hinnar háttsettu stofnunnar sem bókasafn háskólans er! Ég heyrði hvorki meira né minna en tvö prump í morgun! Annaðhvort er þetta alltaf sama manneskjan (sem er einhver sem ekki ber virðingu fyrir óskrifuðum reglum), eða þá að manneskjan sem prumpaði fyrst hefur sett eitthvað fordæmi fyrir hina. "já, það prumpaði nú einhver hérna í gær! ...hlýtur nú að vera allt í lagi að ég sleppi þá út smávegis!")
Fólk sýnir enga virðingu nú til dags! engaaaa virðingu!
En nú að allt öðru: ég á afmæli á morgun og af því tilefni ætla ég að skella í nokkrar tertur. Ég tek það fram að það er hægt að hafa kveikt á sjónvarpinu (ef það eru einhverjir handboltafíklar á svæðinu)! ...ég verð 29 ára og það þarf ekki að koma með aðgangseyri, en vinir og vandamenn væru vel þegnir ;)
8 Comments:
dugleg þú, til lukku með daginn á morgun - er bíllaus á Varmalandi en kem kannski næstu helgi
Fruss... " Þeir válegu atburðir gerðust í þjóðarbókhlöðu Íslendinga að flytja þurfti fjölda háskólanema á brott vegna undarlegrar gasmengunar... Haft er eftir Sálfræðinema að hún hafi fyrst orðið vör við galekann nokkrum dögum áður sem síðan ágerðist... Telur hún sig heppna að hafa ekki verið á staðnum þar sem hún stóð í kökubakstri á meðan" He he
Annars til hamingju með afmælið elskan. Aldrei að vita nema við kíkjum í kaffi
Afmælisknús og kossar
Lísa
hahaha :D ...ég held að þú eigir alveg karer í fréttamennskuna Lísa mín ;) ...og Anna, þú veist að ég á eftir að gá inn á síðuna þína svona 15 sinnum í dag :)
trallallalala búin!!! skeina
Til hamingju með daginn Ester mín, hittumst bráðlega
Til hamingju með daginn elskan mín. Hugsaðu þér...síðasta tuttuguogeitthvað afmælið! Jeminn eini hvað þú ert orðin gömul! En þú lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 17! Koss & knús, Rakel (28 ára).
Til hamingju med afmælid Ester mín! Bestu kvedjur fra utflytjendunum.
Æ, en gaman að sjá að Rakel kíki á síðuna mína (fyrir þá sem ekki vita, er það besta vinkonan úr fjölbraut). Já, við gömlurnar verðum nú að reyna að stefna á að hittast fyrir þrítugt!
Skrifa ummæli
<< Home