...hmmm

föstudagur, desember 29, 2006

Hellúú´:) Er bara stödd á Hólmavík eins og er og er bara aðallega að slappa af (eða reyna það) þó að yngsta skoffínið sé reyndar ekkert alveg á því að leyfa mér það! Hún er búin að vera frekar kvefuð og lasin, heimtar að byrja aftur með pela og neitar að sofa. Ég er búin að fá tvær einkunnir, fékk 8 í klínískri sálfræði og skammarlega sexu í tölfræði 3, sem ég átti nú kannski alveg skilið að fá! ...ég var orðin frekar þreytt og kærulaus þegar ég fór í það próf.
...ég nenni nú ekki að pirra mig lengi yfir því og held bara áfram í minnni barnslegu jólagleði hérna á Hólmavík!
Annars er ég pínu búin að vera að bögga hann Ara minn í sambandi við áramótamatinn, þar sem við verðum í fyrsta sinn ábyrg fyrir áramótaboði og ég held að við séum búin að sættast á humarsúpu og kalkún, það ætti nú að vera herramannsmatur fyrir hvern sem er :D ...svo er ég búin að kaupa svolítið spennó sem ég hef aldrei séð áður, en það eru finlandia kúlur ...daddara, spennó spennó fyrir þá sem koma í áramótaboð til mín ;)

Áramótakveðja: Ester

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig væri að blogga á ÞESSU ÁRI kannski. Hér eftir verður þetta aðeins mánaðarlegt að e´g kíki á síðurnar hjá ykkur systrunum, þetta er enginn árangur miðað við hjá honum Árna í Odda hann tekur ekki frí yfir hátíðarnar í blogginu þið ættuð að taka hann til fyrirmyndar

10:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég held að þetta sé að verða samsæri því að ég reyndi að hringja í þig áðan og þú svaraðir ekki, ég skil fyrr en skellur í tönnum kelli mín, þetta er orðið dularfullt athæfi.

6:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home