...hmmm

föstudagur, desember 22, 2006

Húsmóðurgenin hafa fengið örlitla uppreisn æru eftir að ég kláraði prófin. Mér tókst að baka eina smákökusort, brenndi reyndar síðustu plötuna sem er nú ekkert nýtt ...ég geri það ALLTAF! Svo er ég búin að vera að þrífa (segi ekki hátt og lágt, en eitthvað allavegana), og svo þurfti ég nú heldur betur að sanna mig og taka fram saumavélina þar sem jólakjóllinn hennar Ynju var heldur víður á hana.
Það er frekar langt síðan ég saumaði síðast og ég áttaði mig á því þegar ég opnaði saumavélina hennar Silju að ég kunni bara ekkert á þetta apparat! Ég stóð þarna með tvinnann og gat bara engan veginn fundið út hvernig í ósköpunum átti að þræða blessaða vélina. Kemur þá ekki hún Ynja mín askvaðandi og segir frekar mæðulega: "ég skal gera þetta", hún snarar svo bara tvinnanum í á nó tæm!!! (tek það fram að þarna fengu húsmóðurgenin vægt sjokk) -segið svo að grunnskólanámið nýtist manni ekki :D

...annars erum við Ari bara að glöggva okkur aðeins núna á heimatilbúnu jólaglöggi, börnin komin í ból, og verið að skrifa innkaupalista ...voða notó ;)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Lífið er ljúft,kertaljós og snjósprey í gluggana það er málið kæra vinkona þú ert frábær og alltaf jafn gaman að kíkja á bloggið þitt.Gleðileg jól og hafið það rosalega notalegt þúsund kossar og knús til ykkar allra sjáumst hressar og syngjandi glaðar á nýju ári:)jólakveðjur Erla og sveitaskotturnar

10:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ari mætti alveg gefa okkur danmerkurförum uppskrift af glöggi, höfum það annars fínt :)

9:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðileg jól elsku Ester mín og fjölskylda :)

Hafið það sem best um jólin

Bestu jólakveðjur, Jóhanna og familía

12:31 f.h.  
Blogger the honeybee said...

Jæja, við erum þá ekki þau einu sem náðum bara að baka eina smákökusort fyrir jólin. Páll ruglaðist reyndar á salti og lyftidufti (honum til varnar þá var saltið í lyftiduftsdós, og ljósið var ekki kveikt í eldhúsinu), þannig að kökurnar voru snarlega endurskírðar salthnetusúkkulaðibitakökur.

En þar sem lappirnar voru komnar í hús, þá þarf ekkert fleiri sortir.

9:01 f.h.  
Blogger Silja Rut said...

okkur vantar uppskriiiift!
ég tók það á mína ábyrgð að gera glögg, so i really need it:)

11:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home