...hmmm

mánudagur, nóvember 20, 2006

Rosa gaman að leika úti í snjónum. Hér eru Ynja, Óðinn og Urður, ásamt Telmu vinkonu úr húsinu á móti.
Þegar ég var að fara að sækja Urði til dagmömmunnar í dag, sá ég hvar gömul kona var að reyna að ýta bíl annarrar gamallar konu, þar sem bíllinn sat fastur í skafli. Alveg týpískt fyrir Reykvíkinga að keyra bara framhjá þó að sjötug kona sé ein að reyna að ýta bíl. Það eru bara svona landsbyggðalúðar eins og ég sem stoppa til að hjálpa. Ég lagði líka bara bílnum mínum á miðja götuna og var bara skítsama hverja ég var að tefja og trufla. Það tók þrjár tilraunir að ná bílnum úr skaflinum ...og nota bene: umferðin öðru megin var stopp á meðan, en samt fór enginn út úr bílnum til að aðstoða! Sjáandi það að þarna var ein gömul kona og einn dvergur að ýta ...djöfulsins pakk!!
Ég man nú þegar maður bjó úti á landi, þá var maður ekki fyrr búinn að festa sig en einhver var mættur með kaðal, skóflu og bros á vör :D
Þrefalt húrra fyrir landsbyggðinni!!!

6 Comments:

Blogger the honeybee said...

Thessir Reykvíkingar!!! Hneyksl!

12:00 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Thessir Reykvíkingar!!! Hneyksl!

12:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nákvæmlega!
og húrra fyrir ester dverg:)

12:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta var ég,
silja

12:33 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Æi er ekki samt bara fínt að hafa svona snjó? Hafa svona almennilegan vetur.

9:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

húrra, húrra, húrra

1:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home