...hmmm

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Allt ófært í höfuðborginni! Það er eiginlega bara orðið langt síðan maður hefur séð almennilegan snjó ...ég held meira að segja að Ari hafi komist í smá jólaskap við þetta. Ég fer alveg í sveitafílinginn, er bara á náttbuxunum og lopasokkum og skellti í pönnsur fyrir liðið mitt sem var búið að vera úti að moka innkeyrsluna. Voða kósí að fá smá storm af of til. Ég þyrfti nú eiginlega að setja inn nokkrar snjómyndir handa útlandabúunum okkar. Er ekki annars bara snjólaust í Danaveldi?

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hér á Hellu er ekki svo mikið sem eitt snjókorn en svo mikið rok og sandfok að ég er að verða vitlaus því gluggakisturnar mínar eru alltaf brúnar og fínar af mold og sandi.. ég vill alveg þiggja einhvað af þessum snjó hjá þér....

4:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home