...hmmm

sunnudagur, desember 03, 2006


Bara svona svo ég geti sagst hafa gert jóla - eitthvað. Allavegana búin að setja þessa fínu jólamynd á síðuna mína.

Annars gekk bara dagurinn í dag út á það að læra og kjósa í prófkjörinu. Svo borðuðum við á Quisnos í kvöldmatnum ...mataræðið ekkert að breytast á þessu heimili. Urði fannst alveg frábært að vera í boltalandinu, það rétt sást í trínið á henni og stundum hvarf hún alveg ofaní boltana. Hún skríkti og hló þegar Ynja var að renna með hana í rennibrautinni og fannst alveg frábært að sjá lætin í krökkunum.

...hún er samt farin að skæla stundum þegar ég er að fara (alveg til að auka samviskubitið) ég verð líklega bara að trúa því sem stendur í þessum skruddum sem ég er að lesa! Eina leiðin til að losna við aðskilnaðarkvíða er "frequent exposure". Þ.e. því oftar sem hún þarf að horfa á eftir mér, því fljótar hættir hún að væla ...svo framarlega sem ég styrki ekki vælið t.d. með athygli. hehe ...smá sálfræðihúmor hérna! :D ...spurning hvort hún verði svo bæld og vanrækt í framhaldinu! (fræðsla í boði Seligman, Poultson, Menzie og Freud)

Gvöð ...ég er næstum hneyksluð á sjálfri mér ...eitthvað segir mér að ég sé búin að lesa of mikið undanfarna daga!

kveðja úr heimi klínísku sálfræðinnar - Ester

2 Comments:

Blogger Silja Rut said...

úff það fer svo illa með mann að vera í prófum, og þegar námsefnið er farið að smeygja sér inn í húmorinn er þetta orðið verulega slæmt.
þú nærð þér á strik fyrir jól;)

3:54 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Ja ég ætla bara rétt að vona að jólin komi, þó svo að maður gleymi einhverju í undirbúningnum. Eins og t.d. hreingerningu....hún verður allavega mjög aftarlega á To Do listanum.

8:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home