...hmmm

laugardagur, nóvember 25, 2006

Ég verð nú að segja að tölfræðileg þáttagreining er eitthvað sem ég mæli ekki með! Ég er búin að vera nonstop í 8 klukkutíma að klára síðasta skilaverkefnið mitt á þessari önn. Ég er líka mjög stolt af því að hafa öðlast einstakan hæfileika til að útiloka utanaðkomandi áreiti þegar ég er að vinna. Það voru semsagt 4 börn hér í allann dag, mín þrjú og svo Þorgils hennar Heiðdísar ...og ég get nú sagt ykkur að það er ekkert rosalega hljóðlátt þegar þessi "yndislegu og ljúfu" börn koma saman. ...annars, húrra fyrir því að sjá fyrir endann á þessari önn, ég er strax byrjuð að skála í rauðvíni ;)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skál !!!

12:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta átti nú ekki að vera svona formlegt, föðurnafnið kom óvart. Til hamingju að vera búin með verkefnið :D

12:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home