...hmmm

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Það lýsir vel ástandinu á heimilinu þessa dagana það sem hin ofur-hreinskilna dóttir mín sagði við mig í gær, með mikinn hneykslunarsvip á andlitinu:

"mamma!, við höfum ekki fengið neitt nema eitthvað ruslfæði hérna undanfarna daga!!"

Þetta er eiginlega alveg rétt hjá henni, blessuninni, þar sem mamman er lærandi við hvert tækifæri, sinnir aðeins brýnustu heimilisstörfum eins og að sjá til þess að til séu sokkar og hreint leirtau, og eldar tómar pulsur og pakkapasta! (...ég veit ekki alveg hvað varð af pabbanum á heimilinu, en eitthvað finnst mér eins og ég hafi séð hann lítið undanfarið ...kannski er það bara af því að ég er annarshugar og voða bissí eitthvað :) Ég er samt að hugsa um að reyna að taka einn verslunardag um helgina, ég er búin í prófunum 21 des og sé framá að eiga þá eftir að þrífa allt ...ehh ...gangi mér vel! Koma ekki jólin annars alveg þó það sé ekki hreint í öllum skúmaskotum?

...það góða við skammdegið er að þá sést rykið ekki eins vel, og ef maður slekkur líka og kveikir á kerti ...þá virðist allt vera voða fínt bara ;D

Planið í bili er semsagt að slökkva ljósið og kveikja á kerti

Ég verð nú líka að þakka mömmu og Heidí systir fyrir að bjarga afmælinu hennar Ynju um daginn ...það hefðu verið tómar jóa-fel kökur ef þær hefðu ekki reddað þessu ...eða eins og Ynja orðaði þetta í símann við ömmu sína ..."mamma er ekki búin að gera neitt!! *hneyksl*" ...yndisleg, þessi elska.

...jólakveðja: Ester :D

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

púff, það er bara með erfiðari hlutskiptum sem ég hef lent í að vera móðir í háskólanámi - þvílík og önnur eins togstreita milli heimilis og "vinnu". Gangi þér allt í haginn, ég er svo heppin að vera búin í prófum 18. des þannig að ég hef nokkra daga til að redda jólunum hér, þ.e. ef kerlingin mín verður ekki búin að því fyrir mig :)

9:16 e.h.  
Blogger Silja Rut said...

haha, annars hljómaði ynja nú alveg sátt þegar hún var að segja mér í símann að það yrðu keyptar kökur og nammi:)

en já, líst vel á kertaljós bara:)

1:05 f.h.  
Blogger the honeybee said...

Já úff, ekki hlakka ég til ef Páll kemst tónlistarháskólann, þá verður enginn til að sjá um heimilið. Maður má kannski búa sig undir krónískt samviskubit næsta vetur.

10:04 e.h.  
Blogger Ester said...

ójá ...krónískt samviskubit er rétta orðið! Ég er búin að segja krökkunum að pabbi þeirra sé í skreytinganefnd þetta árið ...og piparkökunefnd ...og jólatréskaupanefnd ...og þrifnefnd ...og smákökubakstursnefnd ...og "flokka allt dótið í herberginu og taka til nefnd" og ...eee er ég að gleyma einhverju???

11:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home