...hmmm

föstudagur, janúar 12, 2007

Ég er að reyna að læra á þessa blessuðu videovél sem við eigum, ég ætla að reyna að fara að koma þessu yfir á tölvuna svo ég geti kannski sett einhver stutt myndskeið inn á síðuna. Tilgangslaust að vera að taka eitthvað upp ef það liggur svo bara á spólunum inni í skáp!
Í dag er síðasti virki frídagurinn minn, því skólinn byrjar af fullum krafti á mánudaginn. Mig er bara farið að langa að byrja í skólanum, það er alltaf svo gaman þegar maður er að byrja í nýjum kúrsum. Ég verð núna í Þroskasálfræði, persónuleikasálfræði, lífeðlislegri sálfræði og öldrunarsálfræði. Þetta eru 17 einingar (fullt nám er 15) ...hehehemm ...ég á nú eftir að sjá hvernig það gengur :/ ...og já, ég náði öllum prófunum. Tvö voru frekar lásí hjá mér, en ég var rosa ánægð með það síðasta, það bætti alveg upp fyrir hin tvö ;)

Smá saga af Skoffíninu:
...Urður er ekki bara sjúk í nammi og finnur lykt af því í hundraðmetra fjarlægð, heldur er hún líka sérfræðingur í notkun þess. Við Óðinn vorum með tyggjó í gær og ég leyfði Óðni að gefa Urði hálft tyggjó, þar sem hún var alltaf tuðandi "giggó, giggó". Ég bjóst nú við því að það yrði komið góða leið niður meltingarveginn stuttu síðar. En viti menn! Barnið veit bara alveg hvernig á að tyggja tyggjó og tuggði það eins og fagmaður í a.m.k. klukkutíma! ...eftir það veit ég ekki hvað varð af tyggjóinu.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig væri þá að segja hvernig gekk eiginlega? Ættir að vita að ég þoli ekki hálfkveðnar vísur, ahhahahahahaha

5:01 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mér líst reyndar vel á þá hugmynd að geyma "sumar" upptökur bara inni í skáp - með hengilás!

8:17 e.h.  
Blogger Ester said...

Já ...sumt fer ekki fyrir allra augu ;)

9:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha.. :) ég er að fá myndböndin hingað á vistina og ég ættla sko að sýna öllum hvað þið anna voruð þroskaðir og vel upp aldir unglingar.. hahahaha!!
Ég veit alveg hvaðan Urður fær þessa færni með tyggjó ! auðvitað frá uppáhalds frænkunni sinni..

10:06 f.h.  
Blogger Ester said...

...BJÖRK INGVARSDÓTTIR ...viltu gjöra svo vel að passa að þetta hverfi aldrei úr þinni augsýn og passa að þetta komist ALLS EKKI á internetið. Annars er úti um vonir mínar að verða nokkurntíma forseti íslenska lýðveldisins! Og Anna verður aldrei ráðin sem hæstaréttarlögmaður og verður ekki ráðin hjá Baugi eða öðrum stórfyrirtækjum! ...eða jú annars, þeim er kannski sama um svona smámuni :P

10:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já, svona ertu þá Björk Ingvarsdóttir - leikur þér að því að gera vonir systur þinnar um forsætisembættið að engu - ill mannvera, ill!!!

2:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home