...hmmm

föstudagur, janúar 05, 2007

Ég veit ég er búin að vera alveg hræðilega löt að blogga, sorrý! Núna er lífið svona aftur að skríða í eðlilegt horf, fyrsti skóladagurinn í dag hjá Ynju og Óðini. Þau eru búin að vera í ströngum æfingabúðum þessa vikuna, að æfa sig í að vakna á morgnanna. Ég vakti þau upp úr 10 á þriðjudaginn, 9 á miðvikudag og svo 8 í gær ...rosalegt plan á ferðinni þarna! Ég hef samt aldrei vitað um neinn sem sefur í þvílíku dauðaroti eins og Óðinn. Hann vaknar ekki þó maður sé byrjaður að hrista rúmið hans til og búinn að hækka útvarpið í botn.
Það er eiginlega bara eitt sem virkar til að vekja hann, það er ef eitthvað spennandi eða nýtt er í gangi t.d. var ég að kaupa ný föt á hann og gat því sagt "Óðinn, ætlar þú að koma í nýju fötin þín?" -þá tekur minn alveg kipp og rís upp, þó hann sé ennþá sofandi, og segir í svona hálfgerðu óðagoti með rámri röddu: "já, komdu með peysuna mína og svörtu buxurnar".
Þannig var t.d. líka hægt að nota -"ertu búinn að gá í skóinn?" "bekkurinn þinn fer í leikhús í dag" "ætlar þú með nýju litina í skólann" "það er leikfimi í dag" "það er slátur í matinn í kvöld" ...og eitthvað annað álíka sem ég læt mér detta í hug og læt það hljóma eins og það sé mjöööög spennandi, málið er að hitta á rétta punch-lænið þann daginn :D
Ynja er hinsvegar orðin mjög snögg að vakna á morgnanna, hún þarf bara smá knús og þá er hún vöknuð.
Skoffínið sprettur upp eins og gormur með bros á vör og þreytt augu og kallar hátt: babbi, mamma, nana, óvi. Hún er alltaf með alveg hrikalegan prakkarasvip á sér þegar hún vaknar, hress á kantinum!

...við Ari sofum bara lengur við hvert tækifæri sem gefst, við eigum bæði alveg óskaplega erfitt með það að standast freistinguna að sofa lengur ...helvítis snúsið alltafhreint!

jæja, þá vitið þið það ...hreint aldeilis nýtilegur fróðleikur hér á ferð!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vildi að ég gæti sagt eitthvað álíka og þú á minni síðu.. málið er bara að það er ekkert svona merkilegt sem þú skrifar eins og ég.. múhahaha :D:D
en ég bið að heilsa gormunum.. bææjo

5:16 e.h.  
Blogger Ester said...

hehe ...já, ég held að ég ætli að hætta með þennan "wise ass" húmor. Held að það sé engin að fatta hann ;) ...fyrir utan það að ég hljóma alveg drepleiðinleg!!

6:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jám.. vinir mínir eru farnir að spurja "hvað er eiginlega með systur þína?"
haha.. grín ;)
over and out ;*

6:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já það eru svartir sauðir í öllum fjölskyldum, nema í minni þar eru tvær rollur ( þið) mú hahahaha

7:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að fá Óðinn til að hjálpa mér með allt slátrið í frystinum ha, ha :D

9:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home