...hmmm

þriðjudagur, janúar 09, 2007

jæja, nú verð ég að taka áramótablogg ...þó seint sé í rassinn gripið. Mætt í árabótaboðið okkar voru:

Dorrit:Ólafur:

og Ágústa Jhonson:
og Svo vorum við fjölskyldan hér líka ...að sjálfsögðu. Við borðuðum dásamlega humarsúpu og kalkún, vínið draup og bjórinn freyddi.

...svo er það áramótaskaupið...

sem ég hef í flestum tilfellum heyrt fólk úthúða! Ég er kannski lúði með aulahúmor, en mér fannst alveg ansi margt fyndið og við veltumst öll um úr hlátri hérna í stofunni hjá mér. Mér fannst t.d. ógeðslega fyndinn krakkinn sem var búinn að taka magnificent koffíntöflur ...og "sexiest buissnessman in the world" keppnin ...og textahöfundurinn (hjá Sigurrós) ...og reyndar hló ég ógeðslega mikið af "Ólífur Ragnar Grímsson" atriðinu ...og svo fannst mér hrikalega sniðugt atriðið í endann með orkuveitu auglýsingunni (Þorsteinn og dvergurinn), og ég ætla að enda þetta blogg með tilvitnun í textann í laginu. "...Svona viljum við vera, feit og heimsk og drukkin"

svo verð ég nú að láta fylgja nokkrar jólamyndir:

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sætar myndir og sérstaklega flottur geislabaugurinn á Diddu (Ágústu)....

1:51 e.h.  
Blogger Ester said...

ha ha ...fyndið að þú tókst líka eftir geislabaugnum, ég hélt að ég væri eina sem væri svona hugmyndarík ;)

2:40 e.h.  
Blogger Silja Rut said...

heyrðu já, haha ég sá hann ekki:)

1:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

flottar myndir.. og já, þú mátt alveg setja inn myndirnar af okkur ef þú vilt sko.. :P
kanski eru þær of gelgjulegar :S hehe !

4:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já mér fannst þetta áramótaskaup ömurlegt með eindæmum. annars gleymi ég alltaf að spurja hvernig krökkunum líkar við gjafirnar frá okkur? jæja ég ætla að fara að drulla me´r í hesthúsin við heyrumst...

4:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home