Jeminn hvað ég er ekki að standa mig í þessu bloggi núna! Skólinn er bara byrjaður og maður er að reyna að byrja með trompi og halda svolítið góðu dampi. Ég er líka búin að komast að því að ég þarf að skrifa 5 ritgerðir og gera eina rannsókn í vetur, þannig að það er nú eins gott að standa sig og halda plani! ...og já, upplýsingar fyrir Önnu Kristjönu sem þolir ekki hálfkveðnar vísur þá fékk ég 8 í klínískri sálfræði, 5 í sögu sálfræðinnar, 6 í tölfræði og 8,5 í skýringum á hegðun. Þar hafið þið það. Það er svooo ljótt að fá 5 og 6 ...samt bara fegin að vera búin með þetta!
2 Comments:
Blessuð vertu, hinar einkunnirnar eru svo góðar hjá þér! :) Og til lukku með klínisku, þetta er flott hjá þér!
hvað meinaru REYNA að byrja með trompi...mér finnst við bara alveg gjörsamlega vera að því...meiraðsegja á hlöðunni as we speak (þú reyndar að læra og ég á netinu, en það er annar handleggur)
Skrifa ummæli
<< Home