...hmmm

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Það er orðið alltof alltof aaaalltoflangt síðan ég hef skrifað hérna. Skamm skamm Ester, ekki nógu dugleg!
Mér finnst vera mikið að gera, tíminn flýgur og svo á ég afmæli á laugardaginn og veit ekki alveg hvort að ég á að vera í fýlu yfir því eða ekki. Síðasta árið sem ég verð tuttuguogeitthvað, þ.e. ég verð 29 ára. Held samt að ég verði tuttuguogtíu næst, vill allsekki segja þetta hitt sem byrjar á "þ". Er ekki einhver með góða hugmynd hvað maður á að gera á afmælinu til að létta sér lífið? Um að gera að skrifa bara nafnlaust ef maður er feimin ;)

Annars ákvað ég nú að tékka pínu á "Ester" á google, þar sem ég á nú afmæli bráðum. Það kom upp eitthvað efnasamband, sem tengist sjálfsagt Ester- c vítamíni. Svo kom upp einhver brjóstaber kona (ekki ég samt), og svo kom upp Ester the brownie, sem ég verð að sýna ykkur mynd af. Þetta er svona húsálfur, eins og ég.
Ég komst líka að því að það er til hótel í Krakow sem heitir Ester. Ég þarf endilega að skella mér þangað. Svo verð ég endilega að fara að plana næstu ferð til Alaska, í bæ sem heitir Ester og hefur 1680 íbúa. Svo er líka til stóll sem heitir Ester, og spænsk barnabók. Þetta er allt alveg mikið athyglisvert! Ég hef lært margt nýtt í dag!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jæja góða mín þú ert nú dálítið í ætt við Lýð Odds, hann ætlar að fara til bæjar í Tyrklandi sem heitir Lidur, ekki leiðum að líkjast !

12:38 e.h.  
Blogger Silja Rut said...

haha, þú ert brownie:)
mér finnst að þú verðir þá að baka brownies (eða biðja manninn þinn um að gera það því þú ert svo bissí), og bjóða í kaffi á ammælisdaginn:)

4:43 e.h.  
Blogger Ester said...

Já, mamma. Þú gætir líka farið til Brindisi (hvað er eitt ypselon milli vina), ...mér skilst nú líka að ég sé í Odds-fjölskyldunni!

...góð hugmynd Silja :)

5:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já, þú getur nú til dæmis eytt deginum í að lesa bloggið mitt sem verður tileinkað þér, ég er búin að vera að skrifa og skrifa og skrifa og þetta er að verða ígildi skáldsögu...
Bryndís, ekki vera abbó yfir að ekkert heiti eftir þér!!

8:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home