...hmmm

miðvikudagur, janúar 24, 2007

...stundum bara fallast manni hendur!
Þegar ég kom heim í dag, tók á móti mér stöðuvatn inni í húsinu mínu. Vinkona hennar Ynju hafði skrúfað frá krana og gleymt að skrúfa fyrir aftur. Nú hlýtur okkur bara að verða sagt upp tryggingunum hjá VÍS, hver vill svona vesenisfólk? Fyrir þá sem ekki muna, þá flæddi líka sjóðandi heitt vatn í miklu magni inn í bílskúrinn okkar í sumar.
...og þó það sé bjánalegt, þá finnst mér það alltaf meira spælandi að þetta voru í hvorugt skiptið mín börn ...einhvernveginn held ég að maður sé sáttari ef þetta eru manns eigin afkvæmi, þá getur maður allavegana pínu sjálfumsér um kennt.
Ég er með harðsperrur í höndunum eftir að vinda handklæði, og illt í höfðinu af öllu jafnaðargeðinu sem ég skvera fram þegar eitthvað svona gerist. Sagði náttúrulega stelpugreyinu að þetta væri bara slys og svona gæti gerst (milli samanbitinna tanna)! ...svo fer ég bara í kvöld og rústa einhverju á afskekktum stað með beisball kylfu ;) ...eða ef einhver vill láta berja sig, þá bara hafa samband (nema ef Gummi Byrgis er að skoða þetta, þá er ég ekki að meina svoleiðis sko...)

5 Comments:

Blogger Silja Rut said...

ææææææææji...!

7:17 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Uff eins gott ad svona born lendi ekki i mer! Og foreldrarnir fengju sko ad heyra thad...og borga!

11:01 f.h.  
Blogger Ester said...

...ég hringdi ekki einusinni í mömmuna, vil ekki láta hana fá samviskubit. Og ég vil allsekki láta hana borga neitt, einstæða með tvö börn. ...that´s me, aaaaalgjör sökker og gólftuska :P Kannski ætti maður bara að fjalægja þetta milljónkróna parket af gólfinu og fá sér dúk í staðinn ;)

11:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

eyðilagðist parketið???? shit heppnin er ekki að elta ykkur

6:45 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Thú ert eitthvad svo god!

9:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home