...hmmm

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Nú er ég komin yfir það að vera orðin 29 ára, og ætla að því tilefni að sýna ykkur 5 ára gamla mynd af mér ...á þessari mynd er ég semsagt 24 ára, tekið 2002. Ótrúlega ligeglad eitthvað! Enda örugglega búin að drekka svona 2 bjóra á myndinni, augnaráðið eins og á Ástþóri Magnússyni.


Þar sem ég er ekki búin að taka neinar myndir af mér síðan ég varð 29, læt ég fylgja með mynd síðan ég var 28 ára ...enda leiddi hrukkutalning í ljós að það hefur ekki bæst mikið við síðan ég var 28. En ég ætla samt að koma þau ráð sem nýtast mér best í baráttunni við hrukkurnar. Nr. 1 er hárið ...það sjást engar hrukkur með svona hár. Nr. 2 eru sólgleraugun ...alltaf að hafa sólgleraugu. Nr. 3 er að vera fölur ...það er töff. Nr. 4 er að eyða frekar í föt en hrukkukrem ...best að nota bara eitthvað drasl eins og vaselín eða eitthvað. Nr. 5 er að vera ekki með vesen og leiðindi og ekki reykja ...það er vesen og leiðindi. Nr. 6 er að vera töff ...ég er t.d. mjög töff!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, Ester mín, þú ert mikill töffari. Ég hlakka til að hitta þig og hina fjölskyldumeðlimina eftir nokkra daga :)

10:28 e.h.  
Blogger Silja Rut said...

haha...er stelpan sem er spurð í hvaða bekk hún sé, að tala um hrukkur.
þú átt alltaf eftir að líta út fyrir að vera amk tíu árum yngri en þú ert;)

2:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já þú ert ungleg, einhvað í fameliunni því að flestir halda alltaf að ég sé einhver fermingarstelpa, síðasta sumar var ég spurð af eldri konu " átt þú þennan hest alveg sjálf og hvað heitir hann,, hefði hún spurt mig að þessu ef hún vissi að ég væri nær 30 en 20 eða jafnvel 10, þetta fólk, þetta getur líka verið móðgandi. arg

10:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home