...hmmm

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Nú lenti ég í því leiðindaatviki að vigtin mín, sem ég hef átt frá því ég byrjaði að búa, gaf upp öndina í gær. Þetta var bara svona venjuleg, gamaldags vigt sem kostaði sjálfsagt svona 1000 kall þegar ég keypti hana. Í gær vildi þessi vigt meina að ég væri 32 kíló ...og ég var ekki alveg að kaupa það sko. Við skruppum þessvegna í byko til að kaupa nýja vigt í dag, planið var að kaupa bara svona venjulega, ódýra vigt.

...og hvað komum við svo heim með???

jú, jú... eitthvað rándýrt tækniundur sem tók mig alveg slatta af tíma að læra á hérna áðan. Vigt sem mælir þyngd, fituprósentu og vatnsinnihald líkamans. Hægt að stilla inn í minni hæðina, aldur og kyn og svo ferðu bara inn á þína rás og mælir allt draslið. Hrikalega flott finnst mér :P

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

he he he ég á ekki einu sinni vigt og ætla ekki að kaupa mér vigt, því hún yrði aldrei vinkona mín hahahah

6:31 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Vid eigum heldur ekki svona apparat. Ef ég hef einhverjar áhyggjur af thyngd thá skelli ég bara málbandinu á mig.

1:31 e.h.  
Blogger Silja Rut said...

isss, ekkert að marka vigtir...þær geta ekki sagt mér neitt sem buxurnar mínar geta ekki sagt mér;
ef ég passa í þær-fínt,
ef ekki-vera duglegri í ræktinni eða kaupa nýjar.
púntur.

2:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vonandi talar hún ekki líka...;) Kannski ekki svo galið ef farið væri að síga í rasskinnarnar á manni að vigtinn tæki sig til og æpti : nei, nei ekki stíga á mig... Það væri hint ... Humm eða kannski bara efni í hryllingsmynd;)

Baráttukveðjur í ritgerðasmíðum
Lísa

2:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home