...hmmm

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Ég er ekki að standa mig nógu vel með þetta blessaða blogg hérna! ...vonandi er þetta bara langt og gott sumarfrí hjá mér, ég hlýt að fá skrifþörfina aftur þegar skólinn byrjar.
Ég byrja reyndar ekki í skólanum fyrr en 3. sept, en er samt núna á leiðinni upp á bókhlöðu að skrifa ritgerð. Það er nefnilega þannig að ég ákvað að taka sumarkúrs og tókst að sannfæra einn kennara um það að ég væri svo dugleg að ég yrði endilega að taka sumarkúrs! ...ég er reyndar alveg búin að vera að lesa bókina í sumar "parent management training", hún er mjög skemmtileg og gagnleg ...ágætis áminning og upprifjun á því hvernig maður á að koma fram við börn, þó svo að ég sé í rauninni að læra að kenna öðrum foreldrum hvernig þau eiga að koma fram við börnin sín ;)

...ritgerðin er alveg á síðasta séns hjá mér, ég á að skila 2. september og er rétt að byrja að lesa heimildir núna. Ég er að skrifa um áhrif lyfjagjafar á atferlismótun barna með Attention deficit hyperactivity disorder (Athyglisbrestur með ofvirkni). Mjög skemmtilegt efni sem betur fer, annars myndi ég aldrei ná að klára þetta!
Mér finnst bara verst að fá enga aðstoð við þetta, ég veit ekki hvað ritgerðin á að vera löng, hversu víðtæk hún á að vera, hversu mikið ég á að fjalla sérstaklega um ADHD, lyf og atferlismótun ...eða hvort ég fæ einkunn fyrir þetta námskeið eða bara "lokið". ...ég er alveg að renna blint í sjóinn hérna :P

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú rúllar þessu nú upp, eins og öðru, sem þú tekur þér fyrir hendur, Ester mín. Gangi þér vel : )

3:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já.. þetta þykir mér áhættusamt ! En vonandi gengur þetta sem allra best hjá þér Ester mín. Bið að heilsa krökkunum.. og kanski Ara líka !
p.s. leiðinlegt að geta ekki passað hjá þér. þú átt það inni ;)

12:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

iss þú massar þetta:)
pant lesa yfir!...má ekki alveg detta útúr skólafílingnum;)

siljarut

1:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ADHD er það ATMO?
hehe sjitt... Ég er búin að "fræðast" smá um þetta í einhverri af þessum 12 sálfræðiáföngum sem ég hef farið í...
Ég get ekki annað sagt en að þú ert ýkt dugleg... Gangi þér ótrúlega vel með ritgerðina!
kv. Birgitta frænkulingur

10:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home