jeiiiii!
Búin í prófunum ...ó mæ god hvað ég er fegin!
Þessi próf eru nú alveg agaleg ...ég er allavegana alveg að drepast úr ljótunni núna, oj oj oj. Það kemur einhver svona inniveru nörda blær á mann, án gríns! Fyrir utan það að þessi fína bólufjölskylda ákvað að setjast að á andlitinu á mér, þá er ég bara einhvernvegin öll úr lagi gengin.
Mikið rosalega langar mig að fara bara á næstu snyrtistofu, í nudd, andlitshreinsun, plokkun og litun og vax! djö sem ég þarf á því að halda! Ég er orðin svo illa haldin af ljótunni að mig langar til að fara í leiseraðgerð svo ég geti hætt að vera gleraugnaglámur ...gleraugun mín eru einhvernveginn skökk og bæta ekki nördalúkkið.
Reyndar á nú spegillinn hennar Silju alveg mjög stóran þátt í þessum áhyggjum :P ...ef þið (stelpur) viljið sjá ykkur með bólur og skegg, kíkið þá í heimsókn til Silju ...hún á sko spegil sem lætur ykkur fá alveg þokkalega gott raunveruleikasjokk! Ég veit ekki hver hannaði lýsinguna inni á baðherbergi hjá Silju, en það er nokkuð ljóst að hann fær ekki að hanna lýsinguna inni á baði hjá mér!
:::Þá kýs ég nú frekar að lifa bara í lygi:::
1 Comments:
HÆ frænka mín!
ég var að forvitnast á Strandir.is og sá að þú varst kominn á tengla lista. Gaman!
Mikið væri nú gaman að hittast. Það er ekkert smá langt síðan síðast...sennilega vorum við báðar með unglingaveikina bara þá...amk. smá. Hmmm. Allavega gaman að frétta af þér og heyra að þú ert að standa þig eins og hetja með nám og börn og bú og veit ekki hvað.
Bestu kveðjur Íris "Birnudóttir" frá Hólmó
Skrifa ummæli
<< Home