...hmmm

föstudagur, maí 11, 2007

eeeeeitttt próf eftir og svo er ég búin!!!
Það er bara verst að það eru kosningar þarna í millitíðinni, þannig að maður missir af mesta fjörinu og spennunni sem á eftir að fylgja þeim, mest spennandi kosningar í áratugi!
Það er nú ekkert leyndarmál að mín staða er alveg út á vinstri kantinum og eitthvað um það að stjórnmál séu rædd á heimilinu. Elsta barnið á bænum hefur sýnt stjórnmálum mikin áhuga, ekki síst eftir að ég tiltlaði hana tilvonandi formann vinstri grænna, vegna þess hve hún tekur umhverfismál, endurvinnslu og málefni hinna minni máttar alvarlega. Eitthvað virðist nú líka vera um það að stjórnmálin séu rædd inni í skólastofunni í 5. bekk D í Kársnesskóla.
Ynja kom heim í dag mjög óðamála og sagði að ein stelpa í bekknum, sem styddi Sjálfstæðisflokkinn hefði sagt að vinstri grænir ætluðu að snúa Íslandi á hvolf!
"Hún heldur að Ísland fljóti á sjónum! Flýtur Ísland nokkuð á sjónum, ha mamma???"
"-nei, Ísland er fast ...eiginlega bara svona fjall í sjónum"
"Sko ...vissiða, vissi að það væri ekkert hægt að snúa Íslandi á hvolf!"

Mjöööög heitar stjórnmálaumræður í skólum landsins.

Þið öll, kæru vinir munið bara að kjósa rétt! Nú er tíminn til að fella ríkisstjórnina ...við getum þetta alveg. ...og í guðanna bænum, ekki láta þennan bjánalega hræðslu kommúnismaáróður hafa áhrif á ykkur, eitthvað rauðukallakjaftæði!

Áfram VG!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home