...hmmm

sunnudagur, mars 25, 2007

Nú náði Skoffínið heldur betur að toppa sjálfa sig í dag. Þegar ég var á leiðinni út að hlaupa kemur hún trítlandi, í miðjum klíðum að maka á sig hvítu rassakremi. Hálf dolla gott fólk! Í hárið og andlitið. Ég skellti henni fyrir framan spegilinn og reyndi eftir bestu getu að sýna henni framá að þetta væri ekki mjög fínt. Hún sýndi hinsvegar enga iðrun og hló hátt og mikið ...gretti sig framan í spegilinn!

...en jæja, ég þurrkaði það mesta og dreif mig svo út að hlaupa og skildi Skoffínið eftir hjá föður sínum.

Við endurkomu mína frá hlaupunum blasir við mér rúmlega eins og hálfs árs gothari! Hún komst semsagt í veskið mitt og fann þar alveg merkilega góðan svartan augnblýant. Hún hefur greinilega eitthvað séð til móður sinnar við snyrtimennskuna, þar sem búið var að gera eitthvað voða fínt og frumlegt skraut í kringum augun ...og auk þess reyndar alla handleggina líka, sem móðirin hefur reyndar ekki mikið stundað.

...ég ætla ekki að segja ykkur hvað var erfitt að ná þessu af í baðinu!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

og tókstu ekki mynd af henni???

10:54 e.h.  
Blogger Ester said...

ég tók reyndar video af henni, þar sem myndavélin var batterílaus. Ég verð eiginlega að fara að nenna að setja eitthvað á youtube og skella hérna inn ...ég þarf að læra betur á þetta ;)

10:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

arg.. hvað þetta er fyndið... ertu búin að safna fyrir utanlandsferð með hlaupunum? ;)

1:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

...gleymdi að kvitta..

2:00 e.h.  
Blogger Ester said...

hehe ...nei, utanlandsferðin er nú ekki alveg í nánustu framtíð held ég, eeen ég fór að hlaupa í gær, og gott ef þetta innlegg fær mig ekki bara til að fara í dag líka ;)

7:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahha.. Urður snillingur! En ég er búin að setja nýtt blogg á mína síðu.. endilega kíktu og kvittaðu.
en annars er allt gott að frétta héðan frá selfossi.

11:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home