...hmmm

miðvikudagur, mars 07, 2007

Jæja gott fólk, svona er staðan:

Ritgerðir sem á að skila á morgun: 1
Lífeðlisfræðiskýrslur sem þarf að ljúka fyrir morgundag: 1
Fjöldi veikra barna á heimilinu: 1, dagur nr.: 2
Afmæli sem þarf að halda á morgun: 1, fjöldi: 18, meðalaldur gesta: 6,5.
Kökur sem þarf að baka fyrir morgundaginn: 1 (já, ég veit ...frekar lásí)

heimilisstatus:
drasl: sæmilegt
drulla: meiri en meðalhófi gegnir
þvottur: c.a. 1 tonn

Aðgerðir sem á að taka:
1. Anda djúpt og fara í sturtu - lokið kl. 08:30
2. borða góðan morgunmat - lokið kl. 9:00
3. Mikið kaffi - er að vinna í því.
4. baka köku - áætlað að ljúka fyrir hádegi, barn verður staðsett uppi á borði á meðan.
5. kaupa mikið mikið af nammi, snakki og gosi, og efni í pizzu - lokið í gær, með ofur hraðferð í bónus.
6. Þrif - þetta er barnaafmæli, svo ekkert annað en úrvals, hágæða ofur skyndiþrif á þreföldum ljóshraða kemur til greina - planað að ljúka meðan barn sefur.
7. Efni (t.d. leikir) til að halda 18 krökkum uppteknum í tvo tíma - Ynja sett í málið!
8.Ljúka lífeðlisfræðiskýrslu - stefnt á að ljúka áður en maki kemur heim, nýta ljóshraðaaðferðina.
9. Ljúka ritgerð - yfirgefa svæðið þegar maki kemur heim og skrifa 1500 orða gæðaritgerð um greind, fjöldi heimilda er 5, lokið við að lesa 4, orð skrifuð: 300, orð eftir: 1200. Áætlaður tími: 7 klukkustundir, ef ég er bjartsýn!

Líkur til að þetta takist: mjööööög mjöööög góðar :D


nýjustu veikindatölur og spár:
tími síðan síðasti fjölskyldumeðlimur var veikur: 4 dagar
tími síðan yngsta krílið var veikt síðast: 16 dagar
Ester að halda að hún sé að verða veik: 3 dagar
...ástæða fyrir að Ester er ekki orðin veik: ...bara alveg pjúra viljastyrkur sko...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ef þú kemst óbrjáluð í gegnum þetta, ert þú snillingur, sem ég veit svo sem að þú ert, gangi þér vel :D

10:12 f.h.  
Blogger Ester said...

takk takk helga mín, ég held að svona flott komment komi manni nú alveg hálfa leið, og rúmlega það :D
...búin að baka, búin að brjóta saman svona 500 kg af þvotti, búin að taka til í svona 20% húss ...og er að vinna í því að láta barnið sofna ;)
Allt á góðri leið semsagt :D

12:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home