...hmmm

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Fjúffffff! Búin að skila pósthelvítismótdernisma ritgerðinni minni. Við Silja vorum báðar að klára hana í gærkvöldi og skiluðum svona korter í 12 í gærkvöldi. ...búið og gert! Nú þarf maður bara að bíða og vona að maður fái ekki 3 eða undir því fyrir þessa blessuðu ritgerð. Þetta er nefnilega ekki svona týpísk ritgerð þar sem maður verður pínu fúll ef maður fær 7. Ó nei! Við Silja vorum sammála um það að við yrðum alveg rosalega glaðar ef við fengjum 5, ...og hana nú! Annars er ég nú bara búin að hanga heima í gær og dag, þar sem litla skoffínið er lasið. Litla krílið situr á gólfinu með sængina sína að horfa á söngvaborg og kötturinn liggur á bakinu, útflattur eins og klessa í lazyboy stólnum. Ég skil ekki að kötturinn geti andað þegar hún liggur svona á bakinu (fyrir þá sem ekki vita þá er kötturinn á stærð við veturgamlan grís). Fólk fær alveg sjokk þegar það kemur hingað hinn ....vaaaaa!!! Hvað er þetta???... þegar það sér þetta loðna hrúgald klesst niður í lazy boyinn. ...og án gríns, kötturinn á þennan sófa! það situr enginn annar þarna. Sófinn er líka allur í hárum, þar sem kötturinn losar sig við c.a. eitt kíló af hárum á dag. Ég ryksugaði reyndar bæði sófann og köttinn á fullum styrk í gær. Kötturinn leit út eins og hann hefði lent inni í þvottavél og þurrkara eftir þetta! Gott að eiga kött sem kippir sér ekki upp við það að vera ryksugaður.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já, ég væri alveg til í að ryksuga hann Lubba minn til að minnka aðeins háraflóðið á mínu heimili - en hann er hræddur við ryksugur þetta litla grey...

11:20 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home