...hmmm

laugardagur, febrúar 24, 2007

Drullustuðlar eru misjafnlega háir hjá fólki. Ég myndi aldrei kalla sjálfa mig snyrtipinna, en finn samt að með árunum lækkar þessi drullustuðull og lætur mér líða frekar illa ef það er langt síðan ég hef geta tekið húsið í gegn. Börnin mín hafa frekar háan slíkan stuðul og ég hef ekki mikið verið að skipta mér af herbergjunum þeirra, reglan hefur verið sú að ef það er hreint á einhverjum tímapunkti á laugardegi, þá fá þau 100 kall fyrir nammi. Helgarnar undanfarið hafa hinvegar verið frekar ódæmigerðar, og þau hafa geta komist yfir þónokkurt sælgæti, án þess að þurfa þennan vesæla 100 kall frá mér. ...herbergin hafa semsagt ekki verið þrifin almennilega síðan á jólum. Setningar eins og "til hvers, það kemur hvort eð er strax drasl aftur", "ég nenni því ekki", "geri það á eftir" ...hefur oft heyrst á þessu heimili.

...en eins og ég sagði, allir hafa sinn þröskuld og hljóta að fá nóg einhverntíman. Einmitt þetta gerðist hjá Ynju í gær. Þegar hún var að fara að sofa sá hún tvær silfurskottur skjótast um á gólfinu hjá sér, og var allskostar ekki ánægð með þessa litlu gesti. Ég benti henni á að við hefðum nokkrum sinnum séð silfurskottur hérna inni og það hafi alltaf verið inni hjá henni, og að það sé mun líklegra að skordýr hreyðri um sig þar sem það er nóg af drasli á gólfinu til að gæða sér á. Ynja var heldur en ekki sjokkeruð og við þrifum herbergið saman, hátt og lágt, skúruðum og spreyjuðum svo smáræði af skordýraeitri í hornin í herberginu. ...allt annað líf.

Svo var það Óðinn, ég vissi að ég yrði nú að hjálpa honum líka fyrst ég var búin að hjálpa Ynju. Við þrifum herbergið, flokkuðum og röðuðum (...mamman kannski dulítið meira en drengurinn), svo herbergið var alveg glansandi fínt á eftir. Þegar ég var svo að klára að skúra kemur kappinn labbandi, stoltur á svip með veskið sitt, réttir mér 100 kall og segir: "þú ert nú svo dugleg að þú ættir að fá einhver verðlaun".

...að sjálfsögðu þáði ég 100 kallinn frá stórlaxinum, og ætla svo sannarlega að kaupa nammi fyrir hann á eftir :D

7 Comments:

Blogger Silja Rut said...

haha...yndisleg þessi börn ykkar.
hlakka til að passa í kvöld og háma í mig verðskuldað nammi með þeim:)

3:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha, flottur drengurinn! En af hverju eru skotturnar á ferli? Er einhver raki hjá ykkur Ester mín?

3:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég viðurkenni minn hlut í þessari óreglu, oh þessar ömmur....

4:27 e.h.  
Blogger Ester said...

...raki segirðu. Telst það raki þegar flæðir yfir allan ganginn hjá manni, eins og ég sagði nú frá einhventíman?
...Ynja líka með svalir sem eru frekar óþéttar sko...!
...annars skilst mér nú að skotturnar lifi á ögnum úr fötum og svoleiðis, og það var pottþétt nóg af því inni hjá Ynju. Ég vona bara að eitrunin virki, það hlýtur nú að koma í ljós eftir nokkra daga :D

...og amma Helga já, sussususs! Er ekki óborðaða nammið alveg að verða búið ;)

4:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eitthvað er nú eftir enn, en síðasta helgi gerði samt heilmikið gagn :)

7:34 e.h.  
Blogger the honeybee said...

Ég held að drullustuðullinn hjá mér fari nú bara hækkandi með árunum, hvernig er annað hægt með þrjú börn undir 5 ára? If you can´t beat them, join them!

8:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jújú, það telst víst vera raki þegar það flæðir svona hjá manni... Mundi eftir þessu slysi um leið og þú 'sagðir' það. Og já, Ari hlýtur að geta þétt hurðina aðeins, það er ekki svo mikið mál að setja nýja gúmmilista? Eða er það nokkuð? :)

8:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home