...hmmm

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Ég verð víst að fara að smella einhverju hérna inn svo Silja greyið geti hætt að hlæja í hvert sinn sem hún opnar bloggið mitt.

...í gær var öskudagur, með öllu sem því fylgir. Óðinn var drakúla greifi, málaður hvítur í framan með svartar klessur í kringum augun og blóð lekandi úr munnvikunum. Hárið var svo greitt fram og endaði í mjóum oddi fram á enninu. Ynja var engill, með slöngulokka í hvítum kjól og með bleika vængi og bleikan fjaðrageislabaug á höfðinu. Bleikar kinnar og gull í hárinu. Hún leit svo sannarlega út eins og engill ...ótrúlega falleg daman!

Viðtökur í verslunum voru misjafnar. Ég skrölti á milli búða með Óðni og einum vini hans. Sumstaðar var mjög hresst og skemmtilegt fólk að vinna ...sem actually nennti að veita krökkunum einhverja smá athygli. Svo var það snyrtivörubúðin þar sem fúlar kerlingar með of mikinn varalit hentu kvenmanns ilmvatnsprufum í drengina og vildu ekki fyrir nokkra muni heyra þá syngja. ...ég veit ekki alveg hvað þær telja að 6 ára guttar ættu að gera við svona ilmvatnsprufur. Ilmvatnsprufan hans Óðins lenti allavegana einhvernveginn uppí honum ...og tjáði hann mér að þetta væri ekki mjög sérstakt á bragðið.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tókst þú ekki myndir af herlegheitunum ? Hvað voru þessar kellingar eiginlega að pæla?.... Þvílíkur dónaskapur.

3:59 e.h.  
Blogger Silja Rut said...

æji ói klaufi...:)

12:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home