...hmmm

sunnudagur, febrúar 25, 2007

ohh ...ég get stundum verið svo glötuð! Ég skrapp í búðina áðan til að versla eitthvað snögglegt í matinn og ákvað nú að hringja heim og láta Ara kveikja á ofninum til að flýta fyrir. Þó svo að ég kunni símanúmerið heima hjá mér mjög vel, tókst mér einhvernveginn að hringja í vitlaust númer. Það fór svona:
Maður: "Brynjar"
Ester: (sem heldur að hún eigi alveg frábærlega fyndinn kærasta sem sé eitthvað að djóka í sér) "hahaha" (smá þögn) ..."Ariii tíhíhí"
Maður: nei, Brynjar!
Ester: "ó, úbbs ...vitlaust númer"

...þetta var alveg pínu glatað!
Svo Brynjar, ef þú lest þetta, þá biðst ég innilega afsökunar á þessu!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

híhí, heppin samt að hann svaraði svona en ekki bara halló. Sé Brynjar samt alveg fyrir mér kveikja á ofninum heima hjá sér og bíða eftir konunni með matinn sem kenndur er við hið merka ár 1944...

9:50 e.h.  
Blogger Silja Rut said...

hehe, auli:)

10:40 f.h.  
Blogger Ljosalfurinn said...

Hemm já fyndið að lenda í svona:)

Annars til hamingju með gullmolann:) afmælisknús og kossar á miðnætti;)

Lísa

1:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home