Komum inn á síðuna mína hefur líklega fjölgað stórlega! Ég sá að það var komin linkur á mig inni á strandir.is, og ég hef ekki grænan Guðmund um hver hefur klínt mér þar inn. En ég sá allavegana að 55 manns höfðu skoðað síðuna mína þaðan ...margir sem hafa áhuga á að lesa um húsmóður og námsmær sem er fúl og leiðinleg þessa stundina, en berst þó hatrammlegri baráttu við bakteríur og vírusa sem eru að stöðva mikilvæg ritgerðaskrif akkúrat þessa stundina.
Það væri nú gaman að vita hverjir eru að skoða síðuna hjá manni :D ...en þeir sem eru feimnir meiga alveg vera svona leyniskoðarar. Ég á alveg nokkrar svona síður þar sem mér líður eins og ég sé að njósna um fólk þegar ég fer inn á þær, maður veit kannski undarlega mikið um einhvern sem maður umgengst ekkert ...hehe :)
...eeeen allavegana, ég á að vera að skrifa ritgerð um skilgreiningar og kenningar um greind. Sem væri virkilega spennandi ef mín greind væri í lagi þessa stundina. Ég ætlaði mér að hakka Howard Gardner í spað, en ég á nú eftir að sjá hvernig það fer...
Ég ætti frekar að skrifa grein um sjúkdóma, ég veit held ég allt of mikið um sjúkdóma og lyf ...búin að eiga óhóflega mikið af veikum börnum í gegnum tíðina og horfa óhóflega mikið á House og bráðavaktina ...ég nota House kvöld svona svipað og aðrir nota Gettu betur kvöld, ég reyni að keppast við að vera á undan doctor House að greina sjúkdóminn ...hehe, klikk ég veit!
...nóg af rausi, set hérna nokkrar myndir fyrir fjölskylduna.
Hérna eru Þorgils, Ynja og Óðinn í heitapottinum þegar við fórum í sumarbústað um daginn.
Ynja Mist, alveg dauðþreytt að máta öskudagsbúninginn sinn! ...hún er engill ef þið sjáið það ekki ;)
Ynja og Sunna vinkona hennar, engillinn og nornin, tilbúnar til að fara að betla nammi .
Urður er aðeins að tékka á kökunni, hún þurfti að þola að horfa á nammikökuna alveg frá því að hún vaknaði og alveg til 4. Hún passaði líka rosalega vel að enginn annar myndi snerta hana, fyrst hún mátti það ekki.
Óðinn tilbúinn að blása á kertin, Þorgils fylgist alveg spenntur með!
Óðinn fékk þetta flotta svitaband frá Björk og Pétri. Hann var mættur með það á hausnum á fótboltaæfingu strax daginn eftir, og í nýju markmannshönskunum frá Þorgilsi. Hann var svo lengi að hafa sig til fyrir framan spegilinn (fullkomna lúkkið sko...) að það var bara eins og hér væri atvinnumaður á ferð!
Urður þurfti líka að prófa svitabandið
4 Comments:
hvar er kommentið mitt???
ég sé bara "hvar er kommentið mitt?" kommentið frá þér. Varst þú að leita að einhverju öðru væna mín?
ester...vélritunartölvuleikur, harmonikkukeppnistölvuleikur, og nú sjúkdómsgreiningakeppni við doktor house.
what's becoming of you my little nerd?!
já, upphaflega kommentið mitt var svona (einhvern veginn):
Þú getur skrifað ritgerð um mig, ég er afburðargreind, enda er það í ættinni - genatísk ofurgreind ;)
Skrifa ummæli
<< Home