...hmmm

mánudagur, mars 12, 2007

Það er orðið nokkuð ljóst að við Ari ætlum að skreppa til Marokkó í sumar, þar sem allt bendir til þess að mér hafi tekist að gabba móður mína til að passa Skoffínið í eina viku eða svo. Ég mun svo líklega reyna að dreifa hinum tveim jafnt á einhverja fórnfúsa ættingja ...eru einhverjir sjálfboðaliðar?
Allavegana ... við ætlum að fljúga til Parísar og fara þaðan beint til Marokkó og vera þar í 5 daga og vera svo í parís í 2 daga á bakaleiðinni, af því að við höfum aldrei komið þangað áður.
Þetta hentar visa kortinu mínu alveg ágætlega því planið er að sjálfsögðu að setja bara eitt flug eða hótel á hvert visa tímabil ...ógisslegasniðugtsko!

Það skemmtilega við ferðina er líka það að vinur okkar er að fara að giftast konu frá Marokkó, þannig að við förum í brúðkaup sem stendur yfir í tvo daga, ekta marókkóst bryllup!

...verðlagið á svæðinu á nú ekki eftir að spilla fyrir manni heldur ;)

Svo heyrði ég nú reyndar áðan að það var gaur að sprengja sig í loft upp í Marokkó núna, en honum tókst nú ekki að drepa neinn nema sjálfansig ...held að þeir séu ekki jafn pró þarna í Afríku eins og í Mið-Austurlöndum.
Ekkert sem bendir til þess að þetta sé neitt hættulegra en að fara til London ;)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já sjálfboðaliðar ég skal bjóða mig í einn orm ég held að ég verði í fríi þarna. en þá verðurðu líka að kaupa einhvað voða fínt fyrir systir þína

8:29 e.h.  
Blogger Ester said...

...auðvitað Heiðdí mín. Ég gæti til dæmis keypt svona slæðu fyrir andlitið, þær eru til í öllum regnbogans litum þarna!

9:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ var að skoða á Strandir og sá þá þessa síðu gaman að sjá að þú er líka komin í bloggið eins og hinir allt gott að frétta hér bæ Ragnheiður á Hrófá

9:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta verður æðisegt fyrir ykkur, hvenær er þetta? Ég gæti mögulega tekið eitt stk., ef það hentar vinnutímanum mínum.

11:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Rosalega verður gaman hjá ykkur að fara til Marokkó. Ég hef ekki farið þangað en til Parísar fór ég fyrir 8 árum og fannst það frábært.
Bestu kveðjur

2:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home