...hmmm

föstudagur, mars 09, 2007

jessss! Þetta hafðist, og ég er enn á lífi!
Ég kláraði ritgerðina mína klukkan korter í eitt í gærdag (átti að skila rúmlega eitt).

Ég held að ég hljóti hvorki verðlaunin "mamma ársins" þetta árið né nóbelsverðlaun fyrir frumlegar kökuskreytingar!
Ég lenti í þeirri bitru reynslu í gærmorgun að horfa á vonbrigðaglampann í augum sonar míns, þegar hann sagði með titrandi röddu ..."já en mamma, ég var búin að segja þeim að það yrði bílakaka"!
Mamman á heimilinu hafði semsagt bara búið til eina hálfglataða skúffuköku og reyndi með afsökunartón í röddinni að útskýra hvað væri nú mikið að gera, skólinn sko... og ritgerðin sko... og sko þarna veikindin...
Þegar ég sá að augun voru að byrja að vökna sagði samviskubitna móðirin hressri röddu: "heyrðu! Við reddum þessu" ...en hugsaði: "shit! hvernig í andskotanum á ég að fara að því!"

...og Halelúja...
Thank god fyrir bakarameistarann og internetið! ...ég fann það út að hægt væri að kaupa áprentað marsipan í bakarameistaranum. Það þarf reyndar að vera rúmlega eins dags fyrirvari, eeeen þeir hafa heyrt örvæntinguna í röddinni og ákváðu að "redda mér" eins og þeir orðuðu það.

-Drengurinn fékk glæsilega "Cars" bílaköku
-móðirin skilaði ritgerðinni á réttum tíma ...og lífeðlisfræðiskýrslunni
-allt í svona líka lukkunnar velstandi ...fínasta afmæli ...allir kátir og hressir

6 Comments:

Blogger Silja Rut said...

til hamingju með það...er afgangur af kökunni?;)

12:22 e.h.  
Blogger Ester said...

...það er nú eitthvað afskaplega lítið eftir af kökunum núna... :(

4:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég fékk nú bara tár í augun yfir skúffukökunni, en glæsileg redding :)

5:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

endilega komdu með afganga upp á Skaga.. kökur vel þegnar..
En ég er búin að vera að lesa í gegnum bloggið þitt, og mér finst þú vera alveg með eindæmum góður penni :)
En eins og ég sagði á síðunni hennar Bjarkar þá verðum við frændfólkið að fara að hittast, annað gengur bara ekki...
Þín Frænka Birgitta Dröfn

11:29 e.h.  
Blogger Ester said...

jahérna! Rosalega gaman að sjá að þú hefur kíkt hérna inn :D ...mig langar nú alveg rosalega að sjá hann litla þinn og við þurfum alveg endilega að fara að hittast frændfólkið ...mini ættarmót bara fljótlega :)

11:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

síðan hjá honum er barnanet.is/aaron svo er lykilorðið kennitalan mín... 2010og svo kemur ártalið.. vill ekki að allir viti alveg rétt lykilorð :)
En mini ættarmóti yrði alveg splendid :) -Birgitta

4:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home