...hmmm

miðvikudagur, mars 14, 2007

Mér líður svoooo eins og ég sé snillingur núna!
Ég fór út að skokka í fyrradag ...sem eitt og sér er nú alveg í frásögu færandi, eeeen fékk þessa líka frábæru hugmynd!
Ég hef ekki látið deigan síga, heldur sagt öllum frá sem heyra vilja ...og verð nú því víst að setja þetta á bloggið mitt líka.

Þegar ég var að hlunkast áfram (í spánnýju, prófessional maraþonhlauparaskónum sem ég fékk frá mömmu og pabba í afmælisgjöf), másandi og blásandi á móti vindi, fór ég að hugsa um afhverju ég væri ekki að hreyfa mig daglega ...eða að minnsta kosti nokkrum sinnum í viku. Kort í ræktina eru dýr, og maður sér strax eftir því að hafa keypt þau ef maður er ekki að mæta vel.

...ég held nefnilega að lausnin sé sú að kaupa EKKI líkamsræktarkort, heldur borga sjálfumsér í hvert sinn sem maður fer út að hlaupa.

taddaraaaa! Þannig að í hvert sinn sem ég fer út að hlaupa, legg ég 250 kall inn á minn eiginn sparnaðarreikning (sem er að sjálfsögðu opinn) og safna dágóðum slatta, sem mér er síðan frjálst að nota í hvaða vitleysu sem er: helgarferð, kaupa eitthvað sem ég hefði annars ekki keypt (einhvern algjöran óþarfa) ...eða bara eitthvað rugl :D

Þetta er hvetjandi kerfi, og algjörlega í sambandi við atferlislögmál, pjúra jákvæð styrking!

...ef eitthvað fyrirtæki vill ráða svona ótrúlega hugmyndaríka manneskju í vinnu í sumar og borga mér kannski svona ...jahh, 500 kjell á mánuði, þá er ég game!

...og ef einhverjir starfsmenn Kaupþings vilja vita hvað ég fer oft út að hlaupa, þá er bara að skoða yfirlitið á kostabókinni minni :)

...og bíðið nú við ...fór ekki gellan bara út að hlaupa í gær líka, í roki, rigningu og slagviðri ...með maskarann lekinn niður á kinnar ...í maraþonskónum ...húfu af Óðni ...og regnjakka af Ynju, (trúið mér, ég var mjög töff!)

áfram Ester, áfram Ester, áfram Ester ...you can do it!!! (...þetta var sko það sem ég hugsaði þegar ég var að hlaupa)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

dugleg stelpa!!

3:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ester mín þú ert svoooo yndislega hress og jákvæð go girl!!!!!!kv Erlaperla:)

9:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home