...hmmm

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Bloggleysi undanfarið stafar af endalausum lærdómi og andleysi vegna þess. Þið eigið þvi ekki von á neinu skemmtilegu, nema ykkur langi rosalega mikið til að vita eitthvað um lífeðlisfræðileg ferli í heilanum, þá gæti ég skrifað alveg nokkur blogg um það!
...og já, það var verið að spyrja mig hvar myndasíðan mín væri. Hún er bara því miður ekki til staðar, einu myndirnar sem koma eru þær sem ég nenni að setja inn á bloggið mitt. Samt alveg spurning um að gera eitthvað myndaalbúm, þegar veður leyfir.

Ég ætla að reyna að koma alltaf með einhvern súperdúber skemmtilegan fróðleik á meðan ég er í prófunum, til að sýna ykkur hvað námið mitt er skemmtilegt ...heheheee :D Þetta verður svona "vissuð þið... blogg" næstu daga ...og ef einhver veit, þá má hann commenta ..phee, jahá ...hver veit það nú ekki! ...eða eitthvað álíka.

*Vissuð þið að það eru til konur sem hafa XY litning? Ef 23 litningurinn er XY segir það að fóstrið eigi að vera karlkyns, og Y litningurinn veldur því að andrógeni er seytt í líkama fóstursins. Það er hinsvegar til genagalli (stökkbreytt gen á X litningi) sem veldur galla á andrógenviðtökum. Kynkirtlarnir verða að eistum (þar sem Y litningurinn stjórnar því án þess að andrógen þurfi). Hormón sem á að koma í veg fyrir að innri kynfæri kvenna þroskist kemst til skila og því þroskast ekki leg og eggjastokkar. Andrógenið kemst hinsvegar ekki til skila og þessvegna verður líkaminn, ytri kynfræri (og heili reyndar), kvenkyns. Ef líkaminn á að verða karlkyns, verður andrógen að festast í andrógenviðtaka til að virkja "kerfið". Þetta er því kona, án innri kynlíffæra (en samt með eistu einhversstaðar innaní sér). Þetta kallast Androgen insensitivity syndrome.

...þeir sem horfa á doctor House gætu mögulega hafa vitað þetta! Silja þarf ekki að segja "ég veit" af því að ég veit að hún veit. hehehe :D

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég sá þetta einmitt í House hehe

Kveðja
Igga

7:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

púff, ég missti greinilega af house en ég gæti sagt þér ýmislegt um afturhvarf frá tilraun og hvernig það leiðir til þess að hegning falli niður, líka um brotasamsteypu og brotaeind, hegningarauka, mismunandi stig ástetnings og gáleysis eins og dolus eventualis og svo margt margt meira skemmtilegt en ég ætla að hlífa þér við því þar til þú þarft á því að halda (þú manst, með skiptin). Lærdómskveðjur úr Borgarfirði

10:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ESTER ég veit um tvær svona "konur".. hvort sem þú trúir því eður ei...
:0

11:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ÉG sá House :-)

5:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já en það er eins gott að hafa hann House því að hann læknar alla og lagar allt ég ætla að hafa hann sem heimilislækninn minn allaveganna

11:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home