...hmmm

fimmtudagur, mars 29, 2007

úff ...ég sit hérna með tárin í augunum uppi á bókhlöðu. Ég á svooo erfitt með að lesa um börn á munaðarleysingjahælum í Rúmeníu og Líbanon. Sum þeirra fá svo litla umönnun og mannleg samskipti að þau eru mjög þroskaskert þegar þau komast á unglingsaldur (ef þau eru áfram á hælinu). Sum þeirra eru aldrei ættleidd!

Þau sem eru ættleidd ná sér alveg ótrúlega vel, miðað við þá vanrækslu sem þau bjuggu við til að byrja með, og því yngra sem barnið er við ættleiðingu, því betra.

Af hverju taka þessi ættleiðingaferli svona rosalega langan tíma? Fólk er að bíða í mörg ár á einhverjum listum ...og eins gott að maður reyki ekki eða sé feitur. Maður þarf nánast að vera dýrlingur til að fá að ættleiða barn!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home